„Her“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Thvj (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Thvj (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
Forsögulegir herir voru líklega myndaðir af mönnum með steina og tréspjót, en í gegnum tíðina hefur vopnabúnaður þróast mikið. Dæmi um þróun vopna er þegar herir tóku í notkun [[hestur|hesta]], járn[[sverð]], [[bogi og örvar|boga og örvar]], [[umsátur]]svopn, [[framhlaðningur|framhlaðninga]] og önnur [[skotvopn]].
 
'''Stofnher''' eða '''stöðuher''' er her sem er skipaður atvinnuhermönnum, en her sem gætir hertekins svæðis nefnist '''setulið'''.
 
Nútímaher skiptist í [[landher]], [[floti|flota]] og [[flugher]] og innan herja er ákveðin [[tignarröð]] (sjá [[stöðuheiti í hernaði]]). [[Vopnuð átök]] herja nefnast skærur, [[stríð]] eða styrjöld, en styrjöld á einkum á við meiriháttar og langvinn vopnuð átök milli [[þjóðríki|þjóðríkja]]. [[Herdómstóll]] fer með mál hermanna og fanga en um dómstólinn gilda [[herlög]]. [[Genfarsáttmálinn]] fjallar m.a. um meðferð [[stríðsfangi|stríðsfanga]].