„Hrafna-Flóki Vilgerðarson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Masae (spjall | framlög)
vitnað í Landnámu
Lína 1:
'''Flóki Vilgerðarson''' var [[Noregur|norskur]] [[víkingur]] sem hélt vestur um haf til að leita lands sem fréttir höfðu borist af til Noregs. Með í för var frændlið hans og búfénaður og ætlaði fólkið að setjast að í nýja landinu. Hrafna-Flóki nam land í [[Vatnsfjörður|Vatnsfirði]] á [[Barðaströnd]] u.þ.b. árið [[865]]. Rétt utan við bryggjuna á [[Brjánslækur|Brjánslæk]], niðri við sjó, eru [[Flókatóftir]]. Þar eru friðlýstar [[rúst]]ir og segja [[munnmæli]] að Hrafna-Flóki hafi fyrstur haft þar vetursetu á [[Ísland]]i með mönnum sínum.
 
Í [[Landnáma|Landnámu]] segir að þá hafi Vatnsfjörður verið fullur af fiski og nýbúarnir stundað veiðarnar svo stíft að ekkert varð úr heyskap og öðrum nauðsynlegum undirbúningi fyrir íslenska [[vetur]]inn. Leiddi þetta til þess að allt kvikféð drapst um veturinn og yfirgaf fólkið þá landið aftur. Þegar voraði gekk Hrafna-Flóki á fjöll upp af Vatnsfirði og sá fjörð fullan af hafísum. SegirÍ saganlandnámubók segir svo: "Vár var heldr kalt. Þá gekk Flóki upp fráá fjall eitt hátt ok sá norðr yfir fjöllin fjörð fullan af hafísum, því hafikölluðu þeir landit Ísland, sem það hefur síðan heitit."[http://www.heimskringla.no/original/islendingesagaene/landnamabok/index.php] Hefur landið upp frá því verið kallað Ísland.
 
Hrafna-Flóki sneri aftur til Íslands síðar og var einn af [[landnámsmaður|landnámsmönnunum]].