„Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
m verðfelling
JabbiAWB (spjall | framlög)
tiltekt (AWB)
Lína 1:
{{Íslensk stjórnmál}}
'''Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands''' er æðstu [[Lög|lög]] [[Ísland|Íslands]]s, sem öll önnur lög landsins verða að hlíta. Núverandi [[stjórnarskrá]] var samþykkt sem lög nr. 33/1944 af [[Alþingi]] við [[Lýðveldisstofnunin|lýðveldisstofnuninalýðveldisstofnunin]]a á [[Þingvellir|Þingvöllum]], [[17. júní]] [[1944]]. Stjórnarskráin er í 80 greinum í 7 köflum og í henni er stjórnskipan landsins ákveðin og ýmis [[Mannréttindi|grundvallarréttindi]] borgaranna vernduð.
 
== Saga ==
Á [[19. öld]] hljóp mikill kraftur í [[Sjálfstæðisbarátta Íslendinga|sjálfstæðisbaráttu Íslendinga]] samfara því sem [[Þjóðernishyggja|þjóðernishyggja]] og kröfur um aukin borgaraleg réttindi urðu háværari á [[meginland]]i [[Evrópa|Evrópu]]. Í [[júní]] [[1849]] sá þáverandi [[konungur]] [[Danmörk|Danmerkur]] sig tilneyddan til að ganga til móts við kröfur [[Frjálslyndir|frjálslyndra]] og [[Þjóðernissinni|þjóðernissinna]] og samþykkti stjórnarskrá fyrir [[Danmörk]] og þar með einnig Ísland. Sú stjórnarskrá afnam [[einveldi]]ð og kom á [[Stjórnarskrárbundin konungsstjórn|stjórnarskrárbundinni konungsstjórn]] þar sem völd yfir nokkrum mikilvægum málaflokkum voru færð til þjóðkjörins [[Þing|þing]]s.
 
Þessi breyting féll ekki í góðan jarðveg hjá Íslendingum þar sem hún þýddi í raun skerta sjálfsstjórn Íslendinga. Fyrir 1849 höfðu íslenskir embættismenn í raun ráðið því sem þeir vildu ráða í málefnum landsins en nú var það komið undir stjórn þings sem Íslendingar höfðu engin áhrif á. Danir voru ófúsir að ganga að kröfum Íslendinga um sjálfsstjórn sem settar voru fram á [[Þjóðfundurinn 1851|þjóðfundinum]] [[1851]] vegna þess að ef látið væri eftir þeim kröfum gæti það skaðað hagsmuni Dana í [[Slésvík]] og [[Holtsetaland]]i. En þegar þau héruð voru innlimuð í [[Prússland]] árið [[1867]] sköpuðust nýjar aðstæður og [[stöðulögin]] voru sett [[1871]] og mæltu fyrir um samband Íslands og Danmerkur. Árið [[1874]] á [[þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar]] kom [[Kristján IX]] þáverandi konungur Danmerkur til landsins og var viðstaddur hátíðahöld í tilefni tímamótanna. Það tækifæri var notað til að gefa Íslendingum sérstaka stjórnarskrá eins og þeir höfðu krafist. Sú stjórnarskrá var kölluð „Stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands“ og er að stofni til sú sama og núgildandi stjórnarskrá.
Lína 56:
*[http://stjornarskra.is/media/stjr_itarefni/Stjornarskra_konungs.pdf Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands] (PDF)
*[http://stjornarskra.is/media/stjr_itarefni/Stjornarskra1874.pdf Stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands frá 1874] (PDF)
 
{{Gæðagrein}}
 
[[Flokkur:Íslensk stjórnmál]]
[[Flokkur:Íslensk lög]]
[[Flokkur:Stjórnarskrár]]
{{Gæðagrein}}
 
[[en:Constitution of Iceland]]