„Klassísk skilyrðing“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Heiða María (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
 
Heiða María (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Klassísk skilyrðing''' er einföld tegund náms. Fyrstur til að lýsa slíku námi var [[Ivan Petrovich Pavlov]], nóbelsverðlaunahafi í [[lífeðlisfræði]].
 
Í [[klassísk skilyrðing|klassískri skilyrðingu]] er [[óskilyrt áreiti]], það er áreiti sem vekur sjálfkrafa upp tiltekið [[óskilyrt svörun|óskilyrt svar]] án þess að til þurfi [[nám]], parað við [[hlutlaust áreiti]]. Pörunin veldur því að áreitið fer einnig að vekja fram svörun. Fyrrum hlutlausa áreitið kallast nú [[skilyrt áreiti]] og svarið sem það vekur upp kallast [[skilyrt svar]].
 
Frægasta dæmið um þetta eru án efa [[hundar Pavlovs]]. Ef kjötduft er sett á tungu hunda mun munnvatnsframleiðsla þeirra aukast ósjálfrátt. Kjötduftið er því í þessu tilfelli óskilyrt áreiti og munnvatnsframleiðslan óskilyrt svar. Ef ljós er kveikt eða bjöllu er hringt (hlutlaust áreiti) áður en kjötduftið er gefið parast ljósið eða bjölluhljómurinn við kjötduftið og verður að skilyrtu áreiti. Þegar ljósið eða bjallan eru birt ein og sér vekur það upp skilyrt svar, það er munnvatnsframleiðsla hundanna eykst, og það án þess að þeim sé gefið kjötduftið.