„Simpson-fjölskyldan, þáttaröð 9“: Munur á milli breytinga

 
== Trash of the Titans ==
Trash of the Titans er 22. þáttur níundu seríu og er í senn tvöhundruðasti þáttur Simpson-seríunnar og gestaleikaranna vantar ekki og er þetta einn af betri þáttunum frá stjórnatíð Mike Scully.
 
Stórverslunin Costington's er að reyna finna leið til að græða á sumrinu og búa til uppgerðarhátíðardag sem kallast Ástardagur. Simpson-fjölskyldan heldur auðvitað upp á daginn og kaupir gjafir handa hvort öðru og Ástardagsskraut. Eftir að hafa tekið til skrautið, neitar Hómer, sem fyllti ruslatunnuna, að fara út með ruslið og býr til þá reglu að sá sem hellir úr tunnuni fer út með ruslið. Næsta dag gengur Hómer á ruslatunnuna og neyðist til að fara út með ruslið. En Hómer nær ekki öskubílnum í tæka tíð og bölvar á öskukallanna og móðgar þá. Þeir heyra þetta og neita hér með að taka ruslið hjá Simpson-fjölskyldunni. Hómer er svo þrjóskur að byðjast ekki afsökunnar að hann lætur ruslið hrúgast upp fyrir utan húsið. Hómer og Bart skemmta sér konunglega (þeir pirra Flanders með ruslinu), en Marge og Lísa eru ósáttar. Einn daginn vaknar Hómer og sér að ruslið er farið og telur sig hafa unnið öskukallanna en Marge segir honum að hún skrifaði afsökunar beiðni í nafni Hómers. Hómer er hneykslaður og fer til Rays Patterson, sorphirsluforstjóra Springfield, og heimtar afsökunarbeiðni sína tilbaka. Patterson reynir að meðhöndla málið með jákvæðu viðhorfi en Hómer er bara dónalegur og ákveður að gerast sorphirsluforstjóraframbjóðandi. Kosningabarátta Hómers gengur illa og ákveður að ná til yngri markhópsins með því að brjótast inn á [[U2]]-tónleika en er hent út. Eftir að hafa talað við Moe, finnur Hómer slagorð kosningabaráttu sinnar: "Getur ekki einhver annar gert það?" Kjósendurnur hyllast af slagorðinu og loforðum Hómers um öskukalla sem munu hreinsa allt. hómer er kosinn og byrjar sjá fyrir sér ferilinn í skopstælilagi af ''The Candyman'' sem kallas ''The Garbageman Can''(Öskukallinn getur það). En Hómer eyðir öllum peningunum sínum á einum mánuði. Til þess að leysa vandann ákveður hann að taka við rusli frá öðrum borgum og troða því í yfirgefna námu, rétt fyrir utan Springfield. Hómer getur loks borgað öskuköllunum og borgin verður gljáandi hrein, en náman, sem Hómer treður ruslinu í, fyllist og ruslið gýs úr holræsum Springfield. Hómer er rekinn sem sorphirsluforstjóri og Ray Patterson er fenginn aftur. Patterson segir að þau ættu bara koma sér vandamálinu sjálf og fer. Quimby bæjarstjóri leggur til að þau nýti sér áætlun B: að flytja helstu hús bæjarins nokkra kílómetra til mynda Springfield annarstaðar. Síðan horfir indjánaflokkur syrgjandi yfir því sem Hómer gerði við gömlu Sprngfield.
Óskráður notandi