„Félag frjálshyggjumanna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m flokkun
JabbiAWB (spjall | framlög)
titltekt (AWB)
Lína 1:
[[Mynd:StjórnFélFrjálsh.jpg|thumb|right|300px|Stjórn Félags frjálshyggjumanna 1979 - 1989. Frá v. Hreinn Loftsson, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, Árni Sigfússon, Friðrik Friðriksson, Skafti Harðarson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Auðun Svavar Sigurðsson]]
 
'''Félag frjálshyggjumanna''' starfaði [[1979]] - [[1989]] að því að kynna [[Frjálshyggja|frjálshyggju]] á Íslandi með útgáfu tímarits, bóka og bæklinga og fundahaldi. Félagið var stofnað á áttræðisafmæli [[Friedrich A. von Hayek|Friedrichs A. von Hayeks]] [[8. maí]] [[1979]]. Stjórn þess skipuðu [[Friðrik Friðriksson]], síðar viðskiptafræðingur, sem var formaður, [[Auðun Svavar Sigurðsson]], síðar skurðlæknir, [[Árni Sigfússon]], síðar borgarstjóri og bæjarstjóri, [[Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson]], síðar forstjóri, [[Hannes Hólmsteinn Gissurarson]], síðar prófessor, [[Hreinn Loftsson]], síðar lögmaður, og [[Skafti Harðarson]], síðar framkvæmdastjóri. Félagið átti sér ýmsa öfluga bakhjarla, meðal annarra þá [[Pétur Björnsson]], forstjóra Vífilfells, [[Pálmi Jónsson|Pálma Jónsson]], forstjóra Hagkaups, [[Oddur Thorarensen|Odd Thorarensen]] lyfsala og [[Ragnar Halldórsson]] forstjóra. Stjórnarmenn voru allir sjálfstæðismenn, þótt félagið væri ekki í neinum skipulagstengslum við Sjálfstæðisflokkinn. Ýmsir forystumenn [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]], til dæmis [[Geir Hallgrímsson]], [[Davíð Oddsson]] og [[Eyjólfur Konráð Jónsson]], studdu félagið með ráðum og dáð.