„Kvennaskólinn í Reykjavík“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
samvinna: klippt & skorið
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Kvennaskólinn í Reykjavík''', eða '''Kvennó''' í daglegu tali, er [[Ísland|íslenskur]] framhaldsskóli í Reykjavík. Kvennaskólinn býður upp á hefðbundið fjögurra ára bóknám til stúdentsprófs á þremur námsbrautum; félagsfræðabraut, málabraut og náttúrufræðibraut. Skólinn byggir á bekkjarkerfi þó verður einhver skörun síðustu tvö árin er nemendum býðst takmarkað val. Í skólanum eru um 550 nemendur og starfsmenn eru 55. Skólameistari er Ingibjörg Guðmundsdóttir og Oddný Hafberg aðstoðarskólameistari.
 
Kvennaskólinn í Reykjavík var stofnaður af hjónunum [[Þóra Melsteð|Þóru]] og [[Páll Melsteð|Páli Melsteð]] árið [[1874]], hann er þvi einn af elstu skólum landsins. [[Ingibjörg H. Bjarnason]] tók við starfi skólameistara um [[1906]] eftir að hafa kennt þar þrjú undanfarin ár. Eins og nafnið gefur til kynna var skólinn eingöngu fyrir stelpur, en því var breytt [[1977]] þegar piltum var veitt innganga til náms við skólann. Í dag eru piltar tæpur þriðjungur nemenda. Skólinn varð framhaldsskóli [[1979]] og fyrsti árgangurinn útskrifaðist [[1982]]. Skólinn er til húsa að [[Fríkirkjuvegur|Fríkirkjuvegi]] 9 og Þingholtsstræti 37. Þetta hús er í daglegu tali kallað ''Uppsalir''. Íþróttakennslan fer fram í líkamsræktarstöðinni [[World Class]] og í íþróttahúsi [[KR]]. Nokkrar sérstofur eru í skólanum, t.d. fyrir líffræði, efna- og eðlisfræði, listgreinar og nokkur tungumál. Skólinn vinnur mörg alþjóðlega samskiptaverkefni á hverju ári. Á síðustu árum hefur skólinn t.d. unnið með skólum frá [[Danmörk]]u, [[Svíþjóð]], [[Frakkland]]i, [[Þýskaland]]i, [[Belgía|Belgíu]], [[Írland]]i, [[Rúmenía|Rúmeníu]] og [[Tékkland]]i. Nemendur, kennarar og stjórnendur hafa fengið heimsóknir frá og farið í heimsóknir til viðkomandi landa.
 
* Nemendafélag Kvennaskólans [http://www.kedjan.is Keðjan]
Lína 12:
 
[[Flokkur:Íslenskir framhaldsskólar]]
[[Flokkur:Miðborg Reykjavíkur]]
{{s|1874}}