Munur á milli breytinga „Þrautir Heraklesar“

m
(mynd)
# '''Stymfalsfuglarnir''': [[Stymfalsfuglar]]nir voru í Arkadíu og höfðu nef, klær og vængi af eiri. Skutu þeir eirfjöðrum sínum sem örvum. Herakles fældi fugla þessa upp með eirskellu, sem hann hafði fengið hjá Aþenu. Drap hann þá síðan eða fældi burt.
 
# '''Naut Ágeasar''': [[Ágeas]], konungur í Elis, sonur [[Helíos]]ar ,átti ógrynni [[naut]]a. En [[fjós]] hans höfðu aldrei verið mokuð út, svo að mykjan hafði safnast þar fyrir. Herakles hreinsaði fjósin á einum degi. Veitti hann fljótunum ''Alfeios'' og ''Peneios'' um fjósin. Ágeas hafði heitið Heraklesi tíunda hluta hjarða sinna að launum. En er hann varð þess vísari, að Herakles hafði unnið verkið sem þjónn Evrýsteifs, en ekki sem frjáls maður, færðist hann undan að greiða kaupið. Fór Herakles þá með ófrið á hendur konungi og lagði hann af velli.
 
# '''Skjaldmeyjarnar''': Herakles herjaði á [[Skjaldmeyjar]], drap [[Hipppolyte]], drottningu þeirra, og rændi belti hennar, hinni mestu gersemi, er hún hafði þegið af [[Ares]]i. Beltið færði hann dóttur Evrýsteifs.
12.735

breytingar