Munur á milli breytinga „Þrautir Heraklesar“

ekkert breytingarágrip
(flokkur og interwiki)
# '''Nemuljónið''': Hann drap [[Nemuljón]], óargadýr, er enginn mátti skári á koma. Kyrkti Herakles það í fangabrögðum. Hafði hann síðan haus þess í hjálms stað, en feldinn sem kufl.
 
# '''Lernuormurinn''': Ormur einn í Lernuvatni, er hafði óteljandi hausa og meðal þeirra einn, sem var ódauðlegur, eyddi land allt umhverfis. Herakles hjó hausana af orminum, en uxu þá jafnan tveir í stað þess, er af var höggvinn. Sveið Herakles þá með glóandi eikarstofnum fyrir strjúpana og varpaði síðan heljarmiklu bjargi á þann hausinn, sem ódauðlegur var. Rauð hann síðan örvar sínar með blóði [[Lernuormurinn | Lernuormsins]], og særðu þær upp frá því ólæknandi sárum.
 
# '''Villigölturinn''': Villigöltur á Erýmantsjfalli gerði hið mesta spellvirki í [[Arkadía | Arkadíu]]. Keyrði Herakles göltinn út í djúpan snjóskafl og náð honum lifandi. Bar hann síðan þessa ægilegu skepnu á herðum sér til [[Tirynsborg]]ar á fund Evrýsþeifs. Varð konungur þá svo hræddur, að hann skreið ofan í stóran eirketil og skipaði Heraklesi að vinna jafnan afreksverk sín utan borgaramúra.
 
# '''Hjartarkollan''': Evrýsteifur lagði fyrir Herakles að færa sér lifandi hjartarkollu eina gullhyrnda, er var á Keryníufjalli og var helguð [[Artemis]]. Náði Herakles hindinni eftir eins árs eltingarleik.
# '''Skjaldmeyjarnar''': Herakles herjaði á [[Skjaldmeyjar]], drap [[Hipppolyte]], drottningu þeirra, og rændi belti hennar, hinni mestu gersemi, er hún hafði þegið af [[Ares]]i. Beltið færði hann dóttur Evrýsteifs.
 
# '''Griðungurinn á Krít''': Herakles náði lifandi griðungi á [[Krít (eyja)| Krítey]], flutti hann til Pelopsskaga og sleppti honum þar. Réð Þeseifur niðurlögum griðungs þessa á Maraþonsvelli.
 
# '''Merar Díómedesar''': Díómedes Þrakverjakonungur átti hryssur þær, er hann ól á mannakjöti. Sigraði Herakles konung þenna í bardaga og kastaði honum sjálfum fyrir hryssurnar. Merarnar færði hann síðan Evrýsteifi.
 
# '''Margra verka ferð''': Lengst í vesturvegi rændi hann nautum [[Gerýones]]ar. Var það risi einn er hafði þrjá líkami, samgróna um miðjuna. Vó hann [[Evrýtíon]] risa, sem nautanna gætti, og varðhundin [[Orþros]], er var tvíhöfðaður. Í leiðangri þessum reisti hann stólpa sinn hvorum megin við [[Gíbraltarsund | Njörvasund]] (Herkúlesarstólpa). Í þessari ferð lagði hann og að velli [[Búsiris]] Egyptalandskonung, er færði Seifi að fórn alla útlendinga, sem að garði bar. Glímdi hann og við [[Anteos]] Jarðarson, er tók nýtt afl í hvert skipti, sem hann snerti Jörð, móður sína. Brá Herakles honum á loft og kyrkti hann.
 
# '''Gullepli Vesturdísa og Atlas risi''': Á leiðinni að gulleplunum leysti hann [[Prómeþeifur | Prómeþeif]] úr fjötrum, og vísaði hann Heraklesi leið til [[Atlas]]ar risa, er ber himnahvelfinguna á öxlum sér. Tók Herakles á sig byrði hans, en sendi risann eftir eplunum. Er Atlas kom úr þeirri för, ætlaði hann að nota tækifærið og koma byrði sinni fyrir fullt og allt á Herakles. Neytti Herakles þá bragðvísi: bað Atlas að standa undir himninum meðan hann byggi sér hægindi, svo að hann meiddist ekki á herðunum. Sá Atlas ekki við þessu, en Herakles tók þegar gulleplin og hélt sína leið.
 
# '''Kerberos''': Hin þyngsta þraut Heraklesar þótti sú, er hann fór til undirheima og handsamaði vopnlaus varðhund neðri byggða, [[Kerberos]], er var hin versta óvætt. Bar hann hundinn fyrir Evrýsteif og skilaði honum síðan aftur til [[Hades]]ar.