„Stundagyðjur“: Munur á milli breytinga

Gyðjur úr grískri goðafræði
Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Stundagyðjurnar''' voru dætur Seifs og Þemisar. Stundagyðjurnar eru venjulega taldar þrjár: '''Evnomía''' (= Lögmætisgyðja), '''Dika''' (= Réttvísi) og ...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 17. mars 2007 kl. 18:48

Stundagyðjurnar voru dætur Seifs og Þemisar.

Stundagyðjurnar eru venjulega taldar þrjár: Evnomía (= Lögmætisgyðja), Dika (= Réttvísi) og Eirene (= Friðsemd). Þar sem þær tákna hina lögboðnu rás tímans og árstíðanna, er Þemis talin móðir þeirra, hið eilífa lögmál alheims, dóttir Úranosar og Gaiu. Þemis heldur verndarhendi yfir allri lögbundinni skipan, bæði með guðum og mönnum. Í umboði Seifs, kallar hún saman ráðstefnur guðanna og meðal manna heldur hún á sama hátt hlífiskildi yfir þjóðþingum. Eins og þemis, móðir þeirra, koma Stundagyðjurnar einnig fram sem þjónustumeyjar guðanna. Hómer segir, að þær gæti hliða himinsins, ýmist loki þær þeim með þykkum skýbólstrum eða opni þau með því að skjóta skýjunum frá.