„Minkur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 82.112.90.2, breytt til síðustu útgáfu Thijs!bot
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
{{Taxobox
| color = pinkyellow
| name = Minkur
| image = AmericanMink.jpg
Lína 16:
}}
'''Minkur''' ([[fræðiheiti]]: ''Mustela vison'') er [[rándýr]] af [[marðarætt]] sem lifir um alla [[Norður-Ameríka|Norður-Ameríku]] og á [[Ísland]]i þangað sem hann var fluttur til [[loðdýrarækt]]ar árið [[1931]], slapp fljótlega út og breiddist hratt út um allt land. Almennt er litið á minkinn sem aðskotadýr og [[meindýr]] á Íslandi og kerfisbundið reynt að halda honum í skefjum. Minkurinn er lítill (um 40 [[cm]] á lengd), langur og grannur með lítið höfuð, svartan feld, langt og loðið skott og hvítan blett undir hökunni. Minkurinn er mjög fær að synda í ám og vötnum þar sem hann veiðir [[fiskur|fisk]] og [[fugl]]a.
Minkurinn (Mustela vison) er dökkbrúnn/svartur með áberandi hvítan blett á hökunni og oft á bringu og kvið. Þykkur feldurinn er gerður úr tvenns skonar hárum. Yst ertu löng strýhár og um hvert þeirra vaxa 9-24 þelhár sem eru einum þriðja til helmingi styttri. Minkar fara úr hárum tvisvar á ári og nýr feldur vex. Þeir fara í sumarbúning í apríl en vetrar búning í september og október. Nokkur munur er á útliti búningana, þótt báðir séu dökkbrúnir í fyrstu. Árið 1931 kom minkurinn fyrst til landsins til ræktunar. Smám saman byrjuðu þeir að sleppa úr búunum. Árið 1937 um vor fannst svo fyrsta minkagrenið úti við. En það var við Elliðaárnar í Reykjavík. Karldýrið er oftast kallað högni eða steggur en kvendýrið læða. Lengd högnans er uþb. 38-48 cm auk skotts og þyngdin allt að 1500 grömmum. Lengd læðunnar er 30-44 cm en hún vegur helmingi minna en högninn. Minkar verða kynþroska á fyrsta ári. Fengitíminn byrjar í mars og stendur fram í apríl. Meðgöngutíminn getur hlaupið á bilinu 39-76 dagar. En að meðaltali er það 50 dagar. Ástæðan fyrir mislanga meðgöngutímanum er sú að læðan getur frjóvgast nokkrum sinnum á fengitímanum. Frjóvguðu eggin geymast í legi kvendýrsins til loka fengitímans. Þá fyrst fara öll eggin að vaxa og hvolparnir fæðast allir samtímis. Þá eru þeir allir jafn vel þroskaðir. Læðurnar gjóta yfirleitt í maí, venjulega 3-12 hvolpum en að meðaltali um 7. Hvolparnir fæðast hárlausir, blindir og tannlausir. Þeir fá tennur og sjón um 4 vikna. Minkalæðan sér ein um unganna eftir að þeir eru fæddir. Þeir lifa aðeins á mjólk fyrstu 5 vikurnar, en að því loknu fer læðan að veiða handa þeim. Þeir fara að veiða með móður sinni tveggja mánaða gamlir. Minkurinn gerir sér greni með mörgum útgönguopum. Hann velur sér oftast stað fyrir grenið í fjörukambi við ströndina eða við vatn, á eða læk inni til landsins. Fæðan er fjölbreytt, bæði úr sjó og af landi td. marhnútur, sprettfiskur, keilubróðir, hrognkelsi, hornsíli, ufsaseiði, sandsíli, karfi, loðna, síld, skötuselur, tindaskata, keila og krabbadýr. Fuglar, egg, mýs og hunangsflugur eru meðal þess, sem minkurinn étur af landdýrum. Á veturna eru ferskvatnsfiskar frekar ofarlega á matseðlinum. “Tjón sem villiminkur veldur þar sem hann er sestur að og hefur lifað um langan tíma er yfirleitt ekki talið mikið. Sumar fuglategundir geta þó orðið illa fyrir barðinu á mink við viss skilyrði, svo sem teista og lundi. Stundum veldur minkur þó verulegu tjóni. Þess eru mörg dæmi að minkar hafi komist inn í hænsnahús og drepið þar fjölda hænsna. Þá hafa minkar oft gert mikinn usla í varplöndum. Dæmi um aðfarir minks sem kemur í fyrsta skipti í varphólma er að finna í Frey nr. 16, 1984. Þar hafði fullorðinn karl minkur synt út í hólmann. Hann náðist eftir mikinn eltingaleik. Í hólmanum var mikið af fugli, aðallega lunda og æðarfugli. Þegar komið var í hólmann til að veiða minkinn virtist fuglinn alveg horfinn. Þegar betur var gáð fannst mikið af fuglinum neðanjarðar. Lundinn grefur sér holur í svörðinn til að verpa í. Þegar farið var að kanna lundaholurnar í eyjunni fannst mikið af dauðum fuglum í sumum þeirra. Minkurinn hafði drepið fuglana.” (Stefán Aðalsteinsson: bls.44 )
 
 
{{commons|Mustela vison|minkum}}