„John Burnet“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''John Burnet''' ([[9. desember]] [[1863]] – [[26. maí]] [[1928]]) var [[Skotland|skoskur]] [[fornfræðingur]], menntaður við [[University of Edinburgh|Edinborgarháskóla]] og [[Balliol College, Oxford|Balliol College]] í [[Oxford]], þar sem hann hlaut mastersgráðu árið [[1887]]. Hann var félagi á [[Merton College, Oxford|Merton College]] í Oxford og síðar [[prófessor]] í [[Latína|latínu]] við Edinborgarháskóla. Árið [[1891]] varð hann prófessor í [[forngríska|grísku]] við [[University of St. Andrews]]. Hann var félagi í bresku akademíunni.
 
Burnet er þekktastur fyrir framlag sitt í [[Platon]]sfræðum, einkum fyrir að hafa haldið því fram að ''allar'' samræður Platons sýndu hinn sögulega [[Sókrates]] í réttu ljósi og að [[heimspeki]]kenningar Platons sjálfs séu einungis að finna í yngstu samræðunum. Burnet hélt því einnig fram að Sókrates væri nátengdur [[Forverar Sókratesar|snemmgrískri heimspekihefð]]. Hann taldi að Sókrates hefði í æsku verið nemandi [[Arkelás]]ar, fylgjanda [[Anaxagóras]]ar.<ref>Burnet (1924) vi.</ref>
 
[[Textafræði]]leg skrif Burnets um rit Platons eru enn víða lesn og útgáfur hans á ritum Platons hafa verið taldar bestu fáanlegu fræðilegu útgáfur textans í yfir 100 ár.