„Merkantílismi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Thijs!bot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: ro:Mercantilism
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Merkantílismi''' eða '''kaupauðgisstefna''' er sú hagfræðistefna sem var ríkjandi meðal helstu verslunarþjóða heims frá sextándu til átjándu aldar. Hagfræðikenning merkantílisma byggir á því að efnahagsleg velferð ríkja felist í birgðum gulls og silfurs. Kenningin miðar út frá því að heildarauður viðskipta sé óbreytanlegur, þannig að gróði eins merki óhjákvæmilega tap annars. Samkvæmt kenningunni eiga ríkisstjórnir að sjá um virka efnahagsstjórn með því að stuðla að auknum útflutningi og söfnun góðmálma, en draga að sama skapi úr innflutningi, einkum með notkun [[vörutolla]]. Þessar hagfræðilegu hugmyndir koma frá þeirri kenningu að auður felst í góðmálaeign.
 
Hugtakið merkantílismi var samið af hagfræðingnum [[Adam Smith]] árið 1776 þar sem hann leiddi hugtakið af latnesku orðunum ''mercari'' sem merkir “að eiga viðskipti” og ''merx'' sem þýðir “varningur”. Hugtakið var í upphafi aðeins notað af gagnrýnendum kenningarinnar en var fljótt tekið upp af sagnfræðingum sem sögulegt heiti þessarar hagfræðistefnu.