„Trójustríðið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Thijs!bot (spjall | framlög)
SpillingBot (spjall | framlög)
m Vélmenni: breyti texta (-[[Image: +[[Mynd:)
Lína 1:
[[ImageMynd:J G Trautmann Das brennende Troja.jpg||thumb|right|250px|Fall Tróju eftir [[Johann Georg Trautmann]] ([[1713]]–[[1769]])]]
'''Trójustríðið''' var goðsagnakennt stríð sem sagan segir að Akkear ([[Grikkland hið forna|Grikkir]]) hafi háð gegn [[Trója|Tróju]] í [[Litla Asía|Litlu Asíu]] (í dag í [[Tyrkland]]i) eftir að [[París (goðafræði)|París]] prins í Tróju stal [[Helena fagra|Helenu fögru]] frá eiginmanni hennar, [[Menelás]]i, konungi í [[Sparta|Spörtu]].<ref>Um Trójustríðið, sjá Geir Þ. Þórarinsson, [http://visindavefur.hi.is/?id=5323 „Hvernig og hvers vegna var Trójustríðið háð?“]. ''Vísindavefurinn'' 12.10.2005. (Skoðað 11.12.2006).</ref> Trójustríðið var einn mikilvægasti atburðurinn í [[Grísk goðafræði|grískri goðafræði]] og var umfjöllunarefni margra bókmenntaverka. Frægustu bókmenntirnar um Trójustríðið eru [[Hómerskviður]], ''[[Ilíonskviða]]'' og ''[[Ódysseifskviða]]'' [[Hómer]]s. ''Ilíonskviða'' greinir frá atburðum á tíunda og síðasta ári umsátursins um Tróju en ''Ódysseifskviða'' lýsir heimferð [[Ódysseifur|Ódysseifs]], einnar aðalhetju gríska hersins. Aðrir hlutar sögunnar voru umfjöllunarefni annarra söguljóða (t.d. ''[[Litla Ilíonskviða|Litlu Ilíonskviðu]]'' og ''[[Eyðilegging Tróju|Eyðileggingar Tróju]]''), sem eru einingis varðveitt í brotum og endursögnum annarra höfunda. Harmleikjaskáldin gerðu sér mat úr efni kvæðanna og [[Latneskar bókmenntir|rómversk]] skáld eins og [[Virgill]] og [[Óvidíus]] gerðu það einnig.