„Eystribyggð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 7:
Samkvæmt [[C-14 aldursgreining|C-14 aldursgreiningum]] hafa [[fornleifafræði]]ngar getað séð að landnám gerðist í tveimur áföngum, sá fyrri á áratugunum fyrir ár 1000 í kringum Eiríksfjörð og Einarsfjörð og sá seinni frá 1000 fram til 1050 á svæðinu fyrir sunnan og norðan þessa firði. Landslagið var þá að nokkru frábrugðið því sem seinna var, uppgröftur sýnir að strandlengjan með innfjörðum og dalir voru vaxnir [[birki]]trjám sem náðu milli 4 og 6 metra hæð og upp til heiða óx víðikjarr og gras. Því má segja að nafngiftin ''Grænland'' hafi verið réttnefni. En landnám norrænna manna hafði samskonar áhrif á gróðurfar og á Íslandi, birkiskógurinn höggvinn og kjarrið notað í brennsli og við vetrarbeit.
 
Grænlendingar í Eystribyggð stunduðu jöfnum höndum landbúnað og veiðar. Þeir höfðu með sér [[sauðfé]], [[geit]]ur, [[svín]], [[kýr]], [[Hestur|hesta]], [[Hundur|hunda]] og [[Köttur|ketti]] (og þar að auki [[Húsamús|húsamýs]]) frá [[Ísland]]i. Sauðfé og geitur virðast hafa að mestu gengið úti á vetrum. Komið hefur á óvart hversu mikilvægar kýr voru í búskap Grænlendinga. Á minni bæjum voru 2 - 4 kýr en á stórbæjum mun fleiri til dæmis á Hvalsey um 16 kýr og á Görðum þar sem hægt var að hýsa um hundrað nautgripi. Veiðiskapur skipti miklu, bæði fiskveiði og sel- og hreindýraveiði. Hægt hefur verið að lesa úr beinamælingum að hlutfall sjávarafurða og landdýra í matarræðimataræði Grænlendinga snerist algjörlega við á þeim nærri 500 árum sem þeir bjuggu á Grænlandi. Mælingar í elstu gröfum við [[Þjóðhildarkirkja|Þjóðhildarkirkju]] sýna þeir sem þar voru grafnir fljótlega eftir ár 1000 höfðu lifað á um 40 % sjáfarafurða, bein þeirra sem grafnir voru um miðja 15. öld höfðu hins vegar lifað á 60-80 % sjáfarafurða.
 
[[Selaætt|Selir]] og [[hreindýr]] (''Rangifer tarandus groenlandicus'') voru veidd í nágrenninu, selir sennilega við vorgöngur frá [[Labrador]] og [[Nýfundnaland]]i. Í Eystribyggð voru einkum veiddir [[Vöðuselur|vöðuselir]] (''Pagophilus groenlandicus'') og [[Blöðruselur|blöðruselir]] (''Cystophora cristata''). Önnur veiðidýr voru [[Snæhéri|snæhérar]] (''Lepus arcticus''), [[Heimskautarefur|heimskautarefir]] (''Alopex lagopus'') og [[Úlfur (dýrategund)|úlfar]] (''Canis lupus''). Fuglaveiðar voru einnig stundaðar, meðal annars voru lifandi [[fálkar]] (''Falco rusticolus'') fluttir út.