„Fornaldarheimspeki“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Lína 66:
{{Aðalgrein|Stóuspeki}}
 
[[Mynd:Zeno.jpg|125px|thumb|left|[[Zenon frá Kítíon]]]]
Upphafsmaður stóuspekinnar var Zenon frá Kítíon en Krýsippos var annar mikilvægur málsvari hennar. Stóumenn voru efnishyggjumenn en þó ekki eins afdráttalausir og epikúringar. Þeir kenndu að lífinu skyldi lifað í samræmi við náttúruna og örlögin. Stóumenn voru að vissu leyti algyðistrúar og töldu að heimurinn allur væri guðlegur, hann væri gegnsýrður af skynseminni, ''logos'', en það hugtak fengu þeir frá [[Herakleitos]]i. Þeir kenndu að [[dygð]]in væru einu gæðin og að [[löstur]] væri eina bölið, allt annað væri hlutlaust og hvorki bætti við eða drægi úr hamingju manns. Þetta viðhorf mildaðist er fram liðu stundir, m.a. hjá [[Panætíos]]i og [[Pósidóníos]]i sem blönduðu stóuspekinni áhrif frá Platoni. Stóuspekin var gríðarlega vinsæl í [[Rómaveldi]] og hafði mikil áhrif á menn eins og [[Cíceró]] og [[Seneca yngri|Seneca]] og [[Markús Árelíus]] voru stóískir heimspekingar. Á [[nýöld]] hafði stóuspekin talsverð áhrif á [[Baruch Spinoza]].