„Eðlisfræðin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
{{Aristóteles}}
:''Þessi grein fjallar um rit eftir forngríska heimspekinginn [[Aristóteles]]. Um fræðigreinina, sjá „[[eðlisfræði]]“.''
[[Image:Aristotle Physica page 1.png|thumb|left|225px|Síða úr ''Eðlisfræðinni'' eftir Aristóteles í útgáfu [[Immanuel Bekker|Bekkers]] frá [[1837]].]]
'''''Eðlisfræðin''''' (gjarnan þekt undir [[Latína|latneska]] titlinum ''Physica'') er mikilvægt rit í átta bókum eftir [[Grikkland hið forna|forngríska]] [[heimspeki]]nginn [[Aristóteles]]. Líkt og önnur varðveitt rit Aristótelesar er ''Eðlisfræðin'' handrit að fyrirlestrum eða ritgerð sem var ekki ætluð til útgáfu. Það er einskonar forspjall að ritum Aristótelesar um náttúruheimspeki og [[náttúruvísindi]]. ''Eðlisfræðin'' fjallar einkum um [[aðferðafræði]]leg og heimspekileg atriði, fremur en eiginlega [[eðlisfræði]] eða náttúruspekilegar rannsóknir. Í ritinu leggur Aristóteles grunn að rannsóknum náttúruvísindamanna á efnisheiminum sem er undirorpinn [[hreyfing]]u og [[breyting]]u (''kinesis'').