„Miðborg Reykjavíkur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
m smáviðbót
Lína 1:
{{Reykjavík}}
[[Image:Reykjav%C3%ADk2.jpg|thumb|right|Lækjartorg í Kvosinni.]]
'''Miðborg Reykjavíkur''', stundum nefnd '''austurbærAusturbær''' eða '''gamli austurbærAusturbær''', er [[hverfi]] í miðbæ [[Reykjavík]]ur sem inniheldur elstu hluta borgarinnar. Hverfinu tilheyra hverfahlutarnir [[Tjarnarbrekka]], [[Víkin (Reykjavík)|Víkin]], [[Arnarhóll]], [[Skuggahverfi]], [[Laufás]], [[Spítalahlíð]], [[Þingholt]], [[Ásgarður_Ásgarður (hverfi_í_Reykjavíkhverfi í Reykjavík)|Ásgarður]], og [[Tungan]]. teljast til Miðborgarhverfisins.
 
Í miðborginni er miðstöð [[stjórnsýsla|stjórnsýslu]] [[Íslenska ríkið|íslenska ríkisins]] með [[Alþingishúsið|Alþingishúsinu]], [[Stjórnarráðshúsið|Stjórnarráðshúsinu]] og [[Hæstiréttur Íslands|Hæstarétt]]. Flest ráðuneytin eru með skrifstofur sínar við [[Arnarhóll|Arnarhól]]. [[Reykjavíkurhöfn]] er fyrir norðan Kvosina. Í miðborginni eru líka helstu kennileiti borgarinnar eins og [[Tjörnin]], þar sem [[Ráðhús Reykjavíkur]] er staðsett, og [[Hallgrímskirkja]] efst á [[Skólavörðuholt]]i.
 
Þjónustumiðstöð fyrir miðborgina og [[Hlíðar]]hverfi er á Skúlagötu 21. Í hverfinu eru tveir [[grunnskóli|grunnskólar]]; [[Tjarnarskóli]] og [[Austurbæjarskóli]], og tveir [[framhaldsskóli|framhaldsskólar]]; [[Menntaskólinn í Reykjavík]] og [[Iðnskólinn í Reykjavík]].
 
==Saga==
Hverfinu tilheyrir elsti hluti borgarinnar, [[Kvosin]], þar sem fyrst tók að myndast [[þorp]] með [[Innréttingarnar|Innréttingunum]] á síðari hluta [[18. öldin|18. aldar]] í núverandi [[Aðalstræti]]. Þar er nú eitt hús varðveitt frá þeim tíma, Aðalstræti 10. Veturinn [[2001]] fór fram [[fornleifauppgröftur]] við suðurenda Aðalstrætis þar sem rannsakaðar voru leifar [[skáli|skála]] frá [[landnámsöld]] og menn hafa ímyndað sér að þarna hafi verið skáli [[Ingólfur Arnarsson|Ingólfs Arnarssonar]] sem fyrstur hóf varanlega búsetu á Íslandi. Hverfið á sér bæði langa og fjölbreytta byggingasögu en þar er að finna byggingar frá öllum tímum frá 18. öld fram á [[21. öldin]]a.
 
==Byggð==
Í miðborginni er mjög blönduð byggð, en verslanir og önnur fyrirtæki eru helst staðsett í Kvosinni og við tilteknar götur, eins og [[Laugavegur|Laugaveg]] og [[Skólavörðustígur|Skólavörðustíg]]. Töluvert er um atvinnuhúsnæði innan um íbúðir í hverfinu svo jafnvel er ómögulegt að skilgreina hluta þess sem annað hvort atvinnusvæði eða íbúðabyggð. Hverfið er það langþéttbýlasta í Reykjavík með yfir 77 íbúa á [[hektari|hektara]] (það næstþéttbýlasta, [[Vesturbær]]inn, er með rétt yfir 50 íbúa á hektara).<ref>Haraldur Sigurðssson, [http://www.borg.hi.is/Ferdavenjur.pdf ''Um ferðamáta á höfuðborgarsvæðinu: Úrvinnsla og túlkun könnunar á ferðavenjum''], Reykjavík, Borgarfræðasetur, maí 2004 - Tölurnar eiga við um árið 2001.</ref>
 
==Formleg afmörkun==
Í suður og vestur markast hverfið af línu sem er dregin um eftirtaldar götur: Suðurbugt (austurendi), Geirsgötu, Norðurstíg, Vesturgötu, Garðastræti, Túngötu, Suðurgötu, Sturlugötu, Oddagötu, Eggertsgötu, Njarðargötu, beinni línu að horni Einarsness/Skeljaness, Skeljanes og þaðan í sjó. Í austur markast hverfið af línu sem er dregin um Snorrabraut, gamla Flugvallarveg og Hlíðarfót.
 
==Tilvísanir==
<div class="references-small">
<references />
</div>
 
[[Flokkur:Hverfi Reykjavíkur]]