„Snið:Í fréttum“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
aftengja "athygli", öllu má nú ofgera
Jarðskjálfti
Lína 1:
*[[Jarðskjálfti]] af stærðinni 5,2 á Richter eða stærri, varð að kvöldi [[31. janúar]] við [[landgrunn]]sbrúnina austur af [[Ísland]]i um 200 kílómetra frá landi. Fólk varð skjálftans vart bæði á [[Neskaupstaður|Neskaupstað]] og [[Egilsstaðir|Egilsstöðum]], en sjaldgæft er að jarðskjálftar finnist þar.
*Um 4.000 [[Ísland|Íslendingar]] keyptu heilsíðuauglýsingu í [[The New York Times]] [http://www.nytimes.com/], sem birtist þann [[21. janúar]] [[2005]], og biðja [[Írak]]a afsökunar á því að Ísland skuli vera á lista yfir hinar svokölluðu „Viljugu þjóðir“. Því er lýst yfir, að samkvæmt könnunum séu um 80% íslensku þjóðarinnar þessu andvíg. [[Auglýsing]]in hefur vakið mikla athygli.
*Stærsti [[jarðskjálfti]] sem mælst hefur í 40 ár, 9,0 á [[Richter]] reið yfir í Suðaustur–[[Asía|Asíu]] þann [[26. desember]]. [[Flóðbylgja|Flóðbylgjur]] af völdum skjálftans hafa valdið gríðarlegu tjóni í strandhéruðum margra landa við [[Indlandshaf]]. Ljóst er að tugir þúsunda manna létu lífið og búist er við því að umfang eyðileggingarinnar eigi ekki eftir að koma í ljós fyrr en eftir marga daga.
*Þann [[15. desember]] var ákveðið að veita [[Bobby Fischer]] [[dvalarleyfi]] á [[Ísland]]i. Hefur hann þegið boðið og er vinur hans, [[Sæmundur Pálsson]], tilbúinn að fara út til [[Japan]] að sækja hann í boði [[Skeljungur|Skeljungs]], ef Japanir láta hann lausan.
*[[Evrópusambandið]] hefur ákveðið að hefja viðræður við [[Tyrkland|Tyrki]] um hugsanlega inngöngu í sambandið.
*[[Baugur Group]] hyggst ásamt fleirum yfirtaka [[Bretland|breska]] stórfyrirtækið [[Big Food Group]], kaupverðið er um 82 milljarðar króna.
*[[Fjármálaráðherra]] hefur sent [[Óbyggðanefnd]] [[Þjóðlendur|þjóðlendukröfur]] íslenska ríkisins á Norðausturlandi. Landeigendur á svæðinu segja kröfurnar „út úr kortinu“.