„Svíþjóð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Thijs!bot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: bo:སི་ཝེ་དེན
Lína 40:
Um helmingur landsins er skógi vaxið, aðallega [[greni]] og [[fura]] sem nýtt er í timbur og pappírsgerð. Í suðurhluta landsins eru einnig [[eik]]ar- og [[beiki]]skógar. Í norðurhluta landsins er mikill námugröftur, einkum er grafinn fram [[járn]]málmur en þar er einnig að finna ýmsa aðra málma. Aðal iðnaðarsvæðið er um mitt landið en landbúnaður einkennir mjög suðurhlutan.
 
'''== Sögustiklur ==
 
Ýmsir fornfundir sýna að það landsvæði sem nú er Svíþjóð byggðist þegar á [[steinöld]]. Eftir því sem ísaldarjökullinn hopaði fylgdu hópar veiðimanna og safnara allt lengra norðureftir með strönd Eystrarsaltsins.
Lína 48:
Á [[9. öld|níundu]] og [[10. öld|tíundu öld]] ríkti menningarheimur [[víkingar|víkinga]] á stórum hluta þess svæðis sem nú er Svíþjóð. Einkum snérust sænskir víkingar í austurveg til eystrarsaltslandanna, [[Rússland]]s og allt suður til [[Svartahaf]]s. [[Sænska|Sænskumælandi]] íbúar settust að í suðurhluta [[Finnland]]s og einnig í [[Eistland]]i. Á þessum tíma tók einnig sænskt ríki að myndast með þungamiðju í [[Uppsalir|Uppsölum]] og náði það allt suður að [[Skánn|Skáni]], sem þá var danskt.
 
'''Árið [[1389]] sameinuðust Danmörk, Noregur og Svíþjóð í eitt konungsveldi. [[Kalmarsambandið]] var ekki pólitískt bandalagsríki heldur byggði það á sameiginlegum ríkishafa. Meirihluta [[15. öld|15. aldar]] reyndi Svíþjóð að hamla þeirri miðstýringu sem danir vildu koma á í sambandinu undir dönskum kóngi. Svíþjóð braut sig úr Kalmarsambandinu [[1523]] þegar [[Gústaf Vasa|Gústaf Eiríksson Vasa]], síðar þekktur sem [[Gústaf I]], endurreisti sænska konungdæmið.
 
Á [[17. öld]] varð Svíþjóð eitt helsta stórveldi Evrópu eftir mikla sigra í [[Þrjátíu ára stríðið|Þrjátíu ára stríðinu]]. Þegar á leið [[18.öld]] hvarf þessi staða þegar Rússland vann á í baráttunni um völdinn á Eystrarsaltssvæðinu.
Lína 54:
Saga Svíþjóðar síðustu aldirnar hafur verið mjög friðsæl. Síðasta stóra stríð sem Svíþjóð tók þátt í var við Rússland [[1809]] þegar allur austurhluti ríkisins hvarf með Finnlandi. Skærur urðu þó við Noreg [[1814]]. Þær enduðu með því að sænski krónprinsinnn samþykkti hina nýju norsku stjórnaskrá [[17. maí]] sama ár og með því gengu Noregur og Svíþjóð í sameiginlegt konungssamband. Þegar norska Stortinget samþykkti upplausn þessa sambands [[1905]] lá við stríði en það tókst að koma í veg fyrir það og þess í stað enduðu deilurnar með samningum.
 
Svíþjóð lýsti yfir hlutleysi í báðum heimstyrjöldunum og hefur allt síðan haldið fast við þá stefnu að standa utan hernaðarbandalaga með því markmiði að standa utan væntanlegra styrjalda.''''''
 
== Stjórnmál ==