„Skólinn í Aþenu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m herbergi er meira réttnefni en salir í þessu tilviki held ég og 'stanza' er yfirleitt þýtt sem herbergi en 'sala' sem salur
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Sanzio 01.jpg|thumb|right|400px|[[Skólinn í Aþenu]] eftir [[Rafael]] ([[1509]]-[[1510]])]]
'''Skólinn í Aþenu''' er eitt af frægustu [[málverk]]um [[Ítalía|ítalska]] [[Endurreisnin|endurreisnarlistamannsins]] [[Rafael]]s (''Raffaello Sanzio'' eða ''Raffaello da Urbino''). Það var málað árin [[1509]] til [[1510]] og er 5,77 m hátt og 8,14 m breitt.
 
Rafael var falið að skreyta með veggmálverkum fjögur herbergi í [[Vatíkanhöll]]inni í [[Vatíkanið|Vatíkaninu]] sem eru nú þekktir sem ''Stanze di Raffaello'' (herbergi Rafaels). ''Stanza della Segnatura'' (þar sem ''Skólinn í Aþenu'' er) var fyrsta herbergið sem hann skreytti og ''Skólinn í Aþenu'' var annað málverkið sem hann kláraði, á eftir ''[[La disputa]]''.