„Skólinn í Aþenu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 5:
 
==Málverkið==
Málverkið prýddi vegginn yfir [[heimspeki]]hluta bókasafns [[Júlíus II|JúlíusJúlíusar II]] páfa og því ákvað Rafael að verkið skyldi sýna alla merkustu heimspekinga sögunnar, auk vísindamanna og stærðfræðinga [[Klassísk fornöld|klassískrar fornaldar]]. [[Grikkland hið forna|Grísku]] heimspekingarnir [[Platon]] og [[Aristóteles]], sem voru taldir mikilvægustu heimspekingarnir á endurreisnartímanum, standa í miðju verksins fyrir ofan tröppurnar. Platon, sem er í líki [[Leonardo da Vinci|Leonardos da Vinci]], heldur á riti sínu ''[[Tímajos (Platon)|Tímajosi]]''. Aristóteles heldur á riti sínu ''[[Siðfræði Níkomakkosar]]''. Hendur þeirra gefa til kynna heimspekilegan áhuga þeirra — Platon bendir upp til himins en Aristóteles heldur úti flatri hönd til að gefa til kynna jarðbundnara viðhorf hans.
 
[[Díogenes frá Sínópu]] liggur áhyggjulaus fyrir framan þá neðar í tröppunum til að sýna heimspekilegt viðhorf hans: hann fyrirleit hefðbundinn lífsstíl og allt sem honum fylgdi. Til vinstri er steinhella mikil sem er stundum talin eiga að tákna [[Jesús]]. Maðurinn sem hallar sér upp við steininn er [[Herakleitos]], í líki [[Michelangelo]]s. Honum var bætt inn eftir á. Árið [[1510]] laumaðist Rafael inn í [[Sextusarkapellan|Sextusarkapelluna]] að nóttu til að skoða málverk Michelangelos. Hann bætti Michelangelo inn á málverkið í virðingarskyni við hann.