„Alþýðubandalagið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Alþýðubandalagið''' var [[Ísland|íslenskur]] [[stjórnmálaflokkur]] sem var stofnaður í [[Reykjavík]] [[4. apríl]] [[1956]] sem nokkurs konar stjórnmálaarmur [[Alþýðusamband Íslands|Alþýðusambands Íslands]] fyrir [[Alþingiskosningar]] það sama ár. Kjarninn í samtökunum voru [[Málfundafélag jafnaðarmanna]], sem skildi við [[Alþýðuflokkurinn|Alþýðuflokkinn]], og [[Sósíalistaflokkur Íslands]], sem bæði fylgdu [[Hannibal Valdimarsson|Hannibal Valdimarssyni]]. Samtökin buðu fram lista í öllum alþingiskosningum og bæjarstjórnarkosningum frá stofnun þeirra þó þau væru enn kosningabandalag og ekki raunverulegur stjórnmálaflokkur.
 
[[Mynd:Peoples_alliance.jpgpng|left]]
Alþýðubandalagið var fyrst gert að formlegum stjórnmálaflokki á [[landsfundur|landsfundi]] [[1. nóvember|1.]]-[[3. nóvember]] [[1968]]. Það leiddi til þess að tveir af forystumönnum flokksins, [[Hannibal Valdimarsson]] og [[Björn Jónsson]], sögðu sig úr flokknum og stofnuðu [[Samtök frjálslyndra og vinstri manna]]. Hannibal hafði boðið fram í Alþingiskosningunum 1967 undir merkjum I-lista meðan flestir Alþýðubandalagsmenn skipuðu G-lista.