Munur á milli breytinga „Textarýni“

410 bætum bætt við ,  fyrir 13 árum
ekkert breytingarágrip
 
[[Mynd:Plato_Symposium_papyrus.jpg|thumb|right|Papýrus-brot með texta ''[[Samdrykkjan (Platon)|Samdrykkjunnar]]'' eftir [[Platon]].]]
'''Textarýni''' er undirgrein [[textafræði]]nnar sem snýst um tilraunir til að finna upphaflegan texta fornra höfunda með rannsóknum og samanburði á handritum[[handrit]]um og með rannsóknum á uppruna textans.
 
Rannsóknir á höfundi textans, ritunartíma hans, og útbreiðslu textanna eru ómissandi fyrir textarýninn en byggja um leið á niðurstöðum textarýninnar. Stundum eru þessar spurningar óaðskiljanlegar túlkun textans. Þess vegna eru mörkin á milli textafræði og textarýni annars vegar og bókmenntasögu og bókmenntatúlkun hins vegar oft óljós. Af þessum ástæðum getur verið erfitt að komast að óhlutdrægri niðurstöðu því niðurstöður textarýninnar velta oft að jafnmiklu leyti á þeirri heildarmynd sem við höfum eins og heildarmyndin veltur á niðurstöðum textarýninnar.
 
Afurð textarýninnar er ritstýrður texti sem ritstjórinn telur vera eins samkvæmur upphaflegum texta eins og mögulegt er, ásamt handritafræðilegum- og textafræðilegum skýringum, þar sem annarra leshátta er getið.
 
==Tengt efni==
*[[Fornfræði]]
*[[Handritafræði]]
*[[Textafræði]]
 
==Heimildir og frekari fróðleikur==
<div class="references-small">
*Bagnall, Roger S., ''Reading Papyri, Writing Ancient History'' (London: Routledge, 1995).
*Reynolds, L.D. og N.G. Wilson, ''Scribes and Scholars: A Guide to the Transmission of Greek & Latin Literature'' (3. útg.) (Oxford: Oxford University Press, l991).</div>
 
{{Stubbur}}