„Danska“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
whitespace
VKokielov (spjall | framlög)
Lína 28:
==Söguágrip==
 
[[Fornausturnorræna]] er í Svíþjóð nefnd ''rúnasænska'' og í Danmörku ''rúnadanska'', þó að fram á [[12. öld]] hafi sama mál verið talað á báðum landsvæðunum. Málin eru nefn ''rúnamál'' vegna þess að allt ritmál sem til er frá þessum tíma er [[rúnir|rúnaletur]]. Megnið af [[fornnorræna|fornnorrænu]] rúnasteinunum eru áletraðir með yngra [[Fuþark]] stafrófinu sem einungis hafði 16 bókstafi. Vegna þess að svo fáa stafi var um að velja var hver stafur notaður fyrir mörg hljóð. Til dæmis var [[sérhljóð|sérhljóðið]] ''u'' einnig notað fyrir ''o'', ''ø'' og ''y'', og rúnin ''i'' var notuð fyrifyrir ''e''.
 
Ein af þeim breytingum sem aðgreindi fornausturnorrænu (rúna- sænsku og dönsku) var hljóðbreyting [[tvíhljóð|tvíhljóðsins]] ''æi'' (fornvesturnorræna ''ei'') í [[einhljóð|einhljóðið]] ''e'', eins og í ''stæin'' yfir í ''sten''. Þetta sést á rúnasteinunum þar sem á þeim eldri stendur ''stain'' og yngri ''stin''. Einnig breytist ''au'' eins og í ''dauðr'' yfir í ''ø'' eins og í ''døðr''. Á sama hátt breyttist tvíhljóðið ''øy'' (fornvesturnorræna ''ey'') yfir í ''ø''.
Lína 36:
[[Dönsk tunga]] var fyrir og um ár 1000 mikið töluð í norðausturhluta Englands. Á þeim tíma var tungumál norrænna manna nefnd dönsk tunga hvort sem þeir komu frá Danmörku, Noregi eða Svíþjóð.
 
Nútímadanska einkennist mjög af áhrifum frá [[þýska|þýsku]] (ekki minnst [[lágþýska|lágþýsku]]) og einnig [[franska|frönsku]]. Þýsk orð komu inn í málið þegar á miðöldum gegnum verslunarsamskipt við [[hansakaupmenn]]. Einnig var algengt að danskir handverksmenn færu til [[Evrópa|Evrópu]] í leit að þjálfun og vinnu og urðu þeir að læra þýsku til að geta haft samskipti við fólk. Þegar þeir sneru heim héldu þeir oft áfram að nota fræðiorð sem þeir höfðu lært erlendis og tengdust iðn þeirra. Frönsk áhrif voru sterk innan dómskerfisins og stjórnkerfisins og franska leikhúsið, myndlist og tónlist leiddu af sér mörg tökuorð sem nú eru álitin fullkomlega eðlileg í dönsku, eins og orðin genre og bureau. Danska tók greiðlega við öllum þessum nýju orðum, oft þar sem hliðstæð heiti voru ekki til í dönsku. Stafsetningin hélst yfirleitt óbreytt en framburður og beyging tökuorðanna varð smám saman dönsk.
 
== Mállýskur ==