„Lúða“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SpillingBot (spjall | framlög)
m Vélmenni: breyti texta (-[[Image: +[[Mynd:)
m smásnurfus
Lína 3:
| name = Lúða
| image = Hippoglossus_hippoglossus.jpg
| image_width = 250px
| image_caption = Lúða.
| regnum = [[Dýraríki]] Animalia
Lína 13 ⟶ 14:
| binomial = ''Hippoglossus hippoglossus''
| binomial_authority = (Linnaeus, 1758)
| range_map = Luda-utbreidsla-atlantshaf.svg
[[Mynd:Luda-utbreidsla-atlantshaf.svg|thumb|350px|left| range_map_caption = Útbreiðsla lúðu í Norður-Atlantshafi (blár litur)]].
}}
'''Lúða''', einnig nefnd flyðra, heilagfiski, spraka eða stórlúða ([[fræðiheiti]]: ''Hippoglossus hippoglossus'') er langlífur [[flatfiskar|flatfiskur]] af flyðruætt. Útbreiðslusvæði lúðu er bæði á grunn- og djúpslóð í Norður-[[Atlantshaf]]i. Hún er algengust í norðanverðu [[Noregshaf]]i, við [[Færeyjar]] og [[Ísland]] og meðfram ströndum [[Nýfundnaland]]s og [[Nova Scotia]]. Lúðan getur orðið allt að 35–40 ára gömul. Lúða og [[Kyrrahafslúða]] eru stærstu tegundir flatfiska og geta orðið allt að 3 - 4 m langar.

Stærsta lúðan sem veiðst hefur við Ísland var 365 cm og 266 kg.
 
[[Mynd:Luda-utbreidsla-atlantshaf.svg|thumb|350px|left|Útbreiðsla lúðu í Norður-Atlantshafi (blár litur)]]
Lúður eru seinkynþroska, [[hængur|hængar]] verða að meðaltali kynþroska 8 ára og um 90–110 sm, en [[hrygna|hrygnur]] að jafnaði 12 ára og 120–130 sm. Talið að [[hrygning]]artími lúðu við Ísland sé frá mars til maí og að lúðan hrygni djúpt suður af Íslandi á allt að 1000 m dýpi. [[Egg]] og [[seiði]] eru [[svif]]læg í 6–7 mánuði. Líklegt er talið að egg færist upp á við í sjónum eftir [[hrygning]]u og að seiðin berist með [[Atlantsstraumurinn|Atlantsstraumnum]] upp að suðurströnd Íslands. Ungviðið sest á botn þegar það er um 3–4 sm að lengd og eru [[uppeldisstöðvar]] lúðunnar á [[grunnsævi]] nálægt ströndu t.d. í [[Faxaflói|Faxaflóa]]. Lúðan heldur sig á uppeldisstöðvum þar til hún er orðin 3–5 ára en þá fer hún í dýpri sjó í leit að fæðu. Lúðan ferðast langar leiðir, sérstaklega áður en hún verður kynþroska. Merkingar hafa sýnt að lúður ferðast allt frá 500 km og upp í meira en 3 000 km. Lúðan yfirgefur hrygningarsvæði eftir hrygningu á vorin í ætisleit og ganga sumar hrygnur þá á grunnmið. Á haustin og í vetrarbyrjun leitar lúður aftur á hrygningarsvæði.
 
 
== Lúðuveiðar við Ísland ==
 
Lúður hafa verið veiddar í Norður-Atlantshafi í meira en tvær aldir og sums staðar hefur stofninum verið útrýmt. Lúða hefur einnig verið [[ofveiði|ofveidd]] við Ísland. Lúðuafli er nú í sögulegu lágmarki, hann var 630 tonn árið 2005. Mestur var afli Íslendinga árið 1951 eða 2364 tonn.Langlífum fiskum sem verða kynþroska seint á lífsleiðinni eins og lúðan er sérlega hætt við ofveiði. Lúðan sem veiðist nú á Íslandsmiðum er að mestu ókynþroska fiskur, veiddur sem [[meðafli]] í öðrum veiðum.
 
Lína 26 ⟶ 29:
 
== Lúðueldi ==
 
[[Lúðueldi]] hefur verið stundað á Íslandi frá [[1997]] og er áætlað tæp 196 tonn árið [[2006]].
 
== Heimildir ==
 
* {{vefheimild|url=http://www.hafro.is/Bokasafn/Timarit/LudanvidIsland.pdf|Lúðan (Hippoglossus hippoglossus) við Ísland og hugmyndir um aðgerðir til verndunar hennar (Hafrannsóknarstofnun 2003)|8. ágúst|2006}}
* {{vefheimild|url=http://www.lfh.is/hagtolur-eldid.htm|Fiskeldi á Íslandi í tölum|8. ágúst|2006}}