„Vilhjálmur Stefánsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Pollonos (spjall | framlög)
Ný síða: '''Vilhjálmur Stefánsson''' (3. nóvember 1879 - 26. ágúst 1962) var landkönnuður og mannfræðingur af íslenskum ættum. Hann fæddist í [[Gi...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 12. janúar 2007 kl. 10:55

Vilhjálmur Stefánsson (3. nóvember 1879 - 26. ágúst 1962) var landkönnuður og mannfræðingur af íslenskum ættum. Hann fæddist í Gimli í Manitobafylki í Kanada og var við nám í N-Dakóta og Iowa og lauk námi í mannfræði frá Harvard-háskóla og kenndi þar einnig um tíma.

Áhugi Vilhjálms á svæðunum kringum Norðurpólinn var mjög mikill og var hann fyrsti Evrópumaðurinn til að rannsaka menningu og líf Inúíta að nokkru ráði. Fyrir þær sakir var hann einn best þekkti landkönnuður síns tíma. Eftir hann liggja margar bækur og rit og eru skrif hans enn í dag uppspretta fróðleiks um líf á norðurslóðum.

Hann ferðaðist í mörg ár um norðursvæði Kanada og stóð meðal annars fyrir leiðangri á skipinu Karluk norður gegnum Beringssund inn í hinn frosnu hafsvæði norðurpólsins. Sú ferð endaði illa og var tilefni nokkurrar gagnrýni á Vilhjálm.

Tengill

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar


Snið:Æviágripsstubbur