„Kleópatra 7.“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
breytt var stafsetningavillu
Artanisen (spjall | framlög)
→‎Kleópatra og Marcus Antonius: Sir Lawrence Alma-Tadema - The Meeting of Antony and Cleopatra.jpg
 
Lína 14:
 
=== Kleópatra og Marcus Antonius ===
[[Mynd:Sir Lawrence Alma-Tadema - AnthonyThe Meeting of Antony and Cleopatra.JPGjpg|thumb|300px|''Antonius og Kleópatra'', málverk frá 19. öld eftir [[Lawrence Alma-Tadema]]]]
Kleópatra hitti [[Marcus Antonius]] árið 41 f.Kr., en hann var þá einn af valdamestu mönnum í Róm ásamt [[Ágústus|Octavíanusi]]. Þau urðu fljótlega elskendur og deildu völdum í Egyptalandi og austurhluta [[Rómaveldi]]s. Árið 40 f.Kr. fæddi Kleópatra tvíbura þeirra Antoniusar, Alexander Helios og Kleópötru Selenu. Næstu fjögur árin var Antonius í herferðum í Armeníu og Parþíu en sneri svo aftur til Alexandríu og giftist Kleópötru, þó hann væri enn giftur Octavíu, systur Octavíanusar. Þau eignuðust eitt barn til viðbótar, soninn Ptolemajos Fíladelfus. Árið 34 f.Kr. skiptu þau yfirráðasvæðum sínum, Egyptalandi og austurhluta Rómaveldis, á milli barna sinna þriggja og Caesarions og lýstu þau konunga og drottningu yfir mismunandi landsvæðum. Rómverjar voru almennt hneykslaðir á þessu og fékk Octavíanus þá [[rómverska öldungaráðið]] til að lýsa yfir stríði á hendur Kleópötru og Antoniusi. Þau mættu Octavíanusi í [[orrustan við Actium|orrustunni við Actium]], árið 31 f.Kr., síðustu stóru sjóorrustu fornaldar, en biðu lægri hlut fyrir honum. Árið eftir réðist Octavíanus (síðar [[Ágústus|Ágústus keisari]]), lögmætur erfingi Caesars, inn í Egyptaland og þeir rómversku hermenn sem Antonius hafði enn á að skipa yfirgáfu hann og fóru yfir til Octavíanusar. Í kjölfarið frömdu bæði Antonius og Kleópatra sjálfsmorð. Flestar fornar heimildir segja að hún hafi látið eitraðan snák bíta sig, þann 12. ágúst árið 30 f.Kr. Að Kleópötru látinni innlimaði Octavíanus Egyptaland inn í Rómaveldi.