„Neptúnus (reikistjarna)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 25:
|Helíum = 19
}}
'''Neptúnus''' er áttunda og ysta [[reikistjarna]]n frá [[sól]]u talið og einn af [[gasrisiísrisi|gasrisumísrisum]] [[sólkerfið|sólkerfisins]]. Neptúnus er fjórða stærsta reikistjarna sólkerfisins miðað við þvermál, þriðja massamesta reikistjarnan og þéttasta [[risareikistjarna]]n. Massi Neptúnusar er 17 sinnum meiri en massi [[Jörðin|Jarðar]] og aðeins meiri en massi [[Úranus (reikistjarna)|Úranusar]]. Meiri massi leiðir til þess að lofthjúpur Neptúnusar er þéttari en lofthjúpur Úranusar vegna meiri þyngdarkrafts og reikistjarnan mælist því minni að þvermáli. Neptúnus er aðallega úr gasi og vökva og hefur því ekkert fast yfirborð. Hann er 164,8 jarðár að ganga kringum sólina í 30,1 [[stjarnfræðieining]]a fjarlægð að meðaltali (4,8 milljarða km). Neptúnus er nefndur eftir [[Neptúnus (guð)|rómverska sjávarguðinum]] og er tákn hans [[þríforkur]]inn í tákni reikistjörnunnar.
 
Neptúnus er ekki greinanlegur með berum augum og er eina reikistjarna sólkerfisins sem uppgötvaðist við útreikninga, fremur en með athugunum. Óvæntar breytingar á sporbaug Úranusar fengu franska stjörnufræðinginn [[Alexis Bouvard]] til að geta sér þess til að óþekkt reikistjarna væri að hafa áhrif á hann. [[John Couch Adams]] og [[Urbain Le Verrier]] spáðu svo seinna fyrir um staðsetningu Neptúnusar, og [[Johann Galle]] tókst að sjá hann með sjónauka 23. september 1846,<ref name="Hamilton">{{cite web |first=Calvin J. |last=Hamilton |date=4 August 2001 |url=http://www.solarviews.com/eng/neptune.htm |title=Neptune |publisher=Views of the Solar System |access-date=13 August 2007 |archive-url=https://web.archive.org/web/20070715223035/http://www.solarviews.com/eng/neptune.htm |archive-date=15 July 2007 |url-status=dead }}</ref> innan við einni gráðu frá þeim stað sem Le Verrier hafði spáð fyrir um. Stærsta tungl Neptúnusar, [[Tríton]], uppgötvaðist skömmu síðar, en ekkert af hinum 13 [[tungl Neptúnusar|tunglum Neptúnusar]] fannst fyrr en á 20. öld. Vegna fjarlægðar er mjög erfitt að rannsaka Neptúnus með sjónaukum á Jörðu. Aðeins eitt [[geimfar]] hefur kannað hann, það var [[Voyager 2]] sem fór þar hjá 25. ágúst 1989.<ref name="NYT-20141018-KC">{{cite news |last=Chang |first=Kenneth |title=Dark Spots in Our Knowledge of Neptune |url=https://www.nytimes.com/2014/08/19/science/dark-spots-in-our-knowledge-of-neptune.html |date=18 October 2014 |newspaper=[[The New York Times]] |access-date=21 October 2014 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20141028062618/http://www.nytimes.com/2014/08/19/science/dark-spots-in-our-knowledge-of-neptune.html |archive-date=28 October 2014}}</ref><ref>{{cite web|url=https://solarsystem.nasa.gov/planets/neptune/exploration?page=0&per_page=10&order=launch_date+desc,title+asc&search=&tags=Neptune&category=33|title=Exploration {{!}} Neptune|website=NASA Solar System Exploration|access-date=2020-02-03|quote="In 1989, NASA's Voyager 2 became the first-and only-spacecraft to study Neptune up close."|archive-date=17 July 2020|archive-url=https://web.archive.org/web/20200717140051/https://solarsystem.nasa.gov/planets/neptune/exploration/?page=0&per_page=10&order=launch_date+desc,title+asc&search=&tags=Neptune&category=33|url-status=live}}</ref> Með tilkomu [[Hubble-geimsjónaukinn|Hubble-geimsjónaukans]] og nýrra stjörnusjónauka með [[aðlögunarsjóntækni]] hefur reynst auðveldara að skoða Neptúnus.