„Höskuldur Þráinsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Höskuldur Þráinsson''' Hvítanessgoði var sonur [[Þráinn Sigfússon|Þráins Sigfússonar]] og [[Þorgerður Glúmsdóttir|Þorgerðar Glúmsdóttur]] á [[Grjótá]] í [[Fljótshlíð]]. Telja má hann fæddan nálægt [[980]] til [[985]] og dáinn um vorið [[1010]]. Hann var bóndi og goði í [[Ossabær|Ossabæ]] í Austur-Landeyjum, kona hans var [[Hildigunnur Starkaðardóttir]] frá [[Svínafell]]i, bróðurdóttir [[Flosi Þórðarson|Flosa Þórðarsonar]], goða á Svínafelli. Höskuldur hét eftir langafa sínum, [[Höskuldur Dala-Kollsson|Höskuldi Dala-Kollssyni]] á Höskuldsstöðum í Laxárdal, sem dó skömmu áður en hann var skírður, og réð [[Hallgerður langbrók]], amma hans, nafninu.
 
 
Þegar Höskuldur var barn að aldri drap [[Skarphéðinn Njálsson]] Þráin föður hans, við [[Markarfljót]], eftir að hafa stokkið frægasta langstökk Íslandssögunnar yfir ál Markarfljóts á milli höfuðísa. Eftir það var hann í fóstri um hríð hjá föðurbróður sínum, [[Ketill Sigfússon|Katli Sigfússyni]] í [[Mörk]] undir [[Eyjafjöll]]um og konu hans, [[Þorgerður Njálsdóttir|Þorgerði Njálsdóttur]] frá [[Bergþórshvoll|Bergþórshvoli]]. Hét þá Ketill því að hann skyldi annast hann eins og sinn eigin son og hefna hans ef hann yrði veginn. Er hann var líklega um 10-12 ára aldur bauð Njáll honum til fóstur með sér á Bergþórshvoli og óx hann þar upp við mikið ástríki Njáls og sona hans.