„Hrafn Jökulsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Alvaldi (spjall | framlög)
Það eru engar heimildir í þessari grein.
Lína 1:
{{Heimildir vantar}}
'''Hrafn Jökulsson''' ([[1. nóvember]] [[1965]] – [[17. september]] [[2022]]) var íslenskur rithöfundur, ritstjóri og aðgerðasinni. Hann hóf störf sem blaðamaður á ''[[Tíminn|Tímanum]]'' 15 ára og varð ritstjóri ''[[Alþýðublaðið|Alþýðublaðsins]]'' árið 1994. Árið 1996 varð hann ritstjóri tímaritsins ''[[Mannlíf]]s''. Fyrsta ljóðabók hans, ''Síðustu ljóð'', kom út árið 1988 og sama ár kom út sagnfræðiritið ''Íslenskir nasistar'' sem hann skrifaði ásamt bróður sínum, [[Illugi Jökulsson|Illuga Jökulssyni]]. Árið eftir kom út annað sagnfræðirit um hernámsárin, ''Ástandið: Mannlíf á hernámsárunum''. Árið 1991 kom út ljóðabókin ''Húsinu fylgdu tveir kettir'' og 1993 kom út ''Þegar hendur okkar snertast''. Árið 1998 átti hann þátt í stofnun skákfélagsins ''[[Hrókurinn|Hróksins]]'' sem næstu ár stóð fyrir fjölda skákviðburða og hélt taflnámskeið og skákmót á [[Austur-Grænland]]i. Árið 2000 gaf hann út helming ljóðabókar á móti [[Guðrún Eva Mínervudóttir|Guðrúnu Evu Mínervudóttur]], ''Stiginn til himna: Ljóð handa Evu''. Árið 2007 kom svo út þekktasta bók hans, ''Þar sem vegurinn endar'', sjálfsævisöguleg bók um [[Árneshreppur|Árneshrepp]] á Ströndum. Hrafn lést eftir stutta baráttu við krabbamein árið 2022.