„Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Bjarga 2 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.9.3
 
Lína 1:
[[Mynd:UN security council 2005.jpg|thumb|Fundarsalur öryggisráðsins í höfuðstöðvum S.þ.. Gefinn af Noregi]]
'''Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna''' er ein af stofnunum [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]] (SÞ) og hefur það hlutverk að viðhalda [[friður|friði]] og [[öryggi]] á meðal þjóða. Stofnunin er sú eina innan SÞ sem hefur völd til þess að taka ákvarðanir sem eru bindandi fyrir aðildarríki SÞ samkvæmt [[Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna|sáttmála]] þeirra, ákvarðanir þess nefnast [[ályktanir Öryggisráðsins|ályktanir]]. Meðlimir ráðsins eru 15, þar af eru fimm með fast sæti en 10 sem kosnir eru af [[Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna|allsherjarþinginu]]. Föstu meðlimirnir eru [[Bandaríkin]], [[Bretland]], [[Frakkland]], [[Kína]], áður [[Tævan]] og [[Rússland]], áður [[Sovétríkin]].<ref>{{Cite web |url=http://geography.about.com/od/politicalgeography/a/securitycouncil.htm |title=Geymd eintak |access-date=2014-11-10 |archive-date=2014-07-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20140711212900/http://geography.about.com/od/politicalgeography/a/securitycouncil.htm |url-status=dead }}</ref>
 
== Uppbygging ==
Sameinuðu Þjóðirnar voru stofnaðar með það í huga að læra af mistökum [[Þjóðabandalagið|Þjóðabandalagsins]] sem hafði verið stofnað eftir [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjöldina]].<ref name="G_306">{{bókaheimild|höfundur=Baylis, J., Smith, S., Owens, P|titill=The globalization of world politics: An introduction to international relations|ár=2014|útgefandi=Oxford: Oxford University Press.|bls=306}}</ref> Var þar enginn hvati fyrir stórveldin að taka þátt þar sem þau græddu ekkert á því. Með það í huga var Öryggisráðið stofnað. Fengu því 5 stærstu ríkin fast sæti í ráðinu. Fyrst voru það sex lönd sem voru kosin á tveggja ára fresti en 1965 var sætunum fjölgað í 15 og þá 10 lönd kosin til tímabundarinnar setu.<ref>http://www.britannica.com/EBchecked/topic/532070/United-Nations-Security-Council</ref> Einnig var stóru löndunum fimm gefið [[neitunarvald]] og þurfa því öll löndin með fasta setu að samþykkja ályktunina eða sitja hjá. Sé ályktunin samþykkt er hún bindandi fyrir SÞ. Þurfa 9 lönd þó alltaf að samþykkja ályktun svo hún komist í gegn.<ref name="G_306"/> Þau lönd sem ekki eiga fast sæti í Öryggisráðinu er skipt í hópa eftir landfræðilegri staðsetningu og er kosið úr þeim hópum til setu í ráðinu á tveggja ára fresti. Hóparnir eru [[Afríka]] með þrjú sæti, Vestur-Evrópa og aðrir með tvö sæti, [[Rómanska Ameríka]] og [[Karíbahafið]] með tvö sæti, [[Asía]] með tvö sæti og svo Austur-Evrópa með eitt sæti.<ref>http://www.infoplease.com/spot/un2.html</ref> Fer síðan hvert land með forsæti í ráðinu í einn mánuð í senn. Ávallt þarf einn fulltrúi frá hverju landi að vera staddur í höfuðstöðvum SÞ í New York til að hægt sé að bregðast strax við hættum.<ref>{{Cite web |url=http://geography.about.com/od/politicalgeography/a/securitycouncil.htm |title=Geymd eintak |access-date=2014-11-10 |archive-date=2014-07-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20140711212900/http://geography.about.com/od/politicalgeography/a/securitycouncil.htm |url-status=dead }}</ref>
 
== Hlutverk ==