„Harpa (tónlistar- og ráðstefnuhús)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Amazing_Show_(6074007822).jpg|thumb|right|Kínverskir loftfimleikamenn leika listir sínar fyrir utan Hörpu árið 2011.]]
[[Mynd:Harpa_(48708018122).jpg|thumb|right|Tónleikasalurinn Eldborg í Hörpu.]]
'''Harpa''' er tónlistar- og ráðstefnuhús á austurbakka [[Reykjavíkurhöfn|Reykjavíkurhafnar]], fyrir neðan [[Seðlabanki Íslands|Seðlabanka Íslands]]. [[Sinfóníuhljómsveit Íslands]], [[Stórsveit Reykjavíkur]] og [[Íslenska óperan]] hafa aðsetur í húsinu. Í húsinu eru fjórir salir, en sá stærsti, Eldborg, er hannaður fyrir stóra tónlistarviðburði og tekur milli 1600 og 1800 manns í sæti. Auk salanna eru mörg stór opin rými í húsinu sem eru nýtt undir viðburði af ýmsu tagi. Tveir veitingastaðir eru í húsinu, á jarðhæð og efstu hæð. Á jarðhæð eru auk þess miðasala og verslanir. Harpa er 28.000 fermetrar að stærð og greiðir því há [[fasteignagjöld]] til Reykjavíkurborgar. Þetta var lengi gagnrýnt fyrir að standa í vegi fyrir fjárhagslegri sjálfbærni rekstrarins. Íslenska ríkið á 54% hlut í Hörpu á móti 46% hlut Reykjavíkurborgar.<ref>{{vefheimild|url=https://www.harpa.is/fyrirtaekid|titill=Fyrirtækið|vefsíða=Harpa|skoðað=12.1.2023}}</ref>