„Harpa (tónlistar- og ráðstefnuhús)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 4:
Húsið var tímabundið kallað „Tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík“ en fékk síðan nafnið „Harpa“ á [[dagur íslenskrar tónlistar|degi íslenskrar tónlistar]] 11. desember 2009.<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/12/11/harpa_skal_tonlistarhusid_heita/ Harpa skal tónlistarhúsið heita; af Mbl.is]</ref> Fyrstu tónleikarnir voru haldnir [[4. maí]] [[2011]], en þar flutti [[Sinfóníuhljómsveit Íslands]] [[9. sinfónía Beethovens|9. sinfóníu Beethovens]] undir stjórn [[Vladímír Ashkenazy|Vladímírs Ashkenazy]]. Opnunartónleikar voru haldnir [[13. maí]], en næstu tvo daga var opið hús með fjölbreyttri tónlistardagsskrá og komu þá um 32 þúsund manns í húsið eða um tíundi hluti íslensku þjóðarinnar.
 
Frá Hörpu liggur göngugata, Reykjastræti, milli [[Reykjavík Edition]]-hótelsins og fyrirhugaðra höfuðstöðva [[Landsbankinn|Landsbankans]], að [[Hafnartorg]]i, hinum megin við [[Geirsgata|Geirsgötu]]. Upphaflega var hugmyndin að tengja Hörpuna þannig við [[Lækjartorg]] með samfelldri göngugötu, þannig að Geirsgata færi í stokk og húsið Hafnarstræti 20 yrði rifið. Hætt var við að leggja Geirsgötu í stokk árið 2006, en þess í stað komu T-gatnamót þar sem hún mætir Lækjargötu.
 
== Skipulag og framkvæmdir ==
Tónlistar og ráðstefnuhúsið er hannað af teiknistofunni Batteríið arkitektar og [[Teiknistofa Hennings Larsens|Teiknistofu Hennings Larsens]] í [[Danmörk]]u og stór glerhjúpur sem umlykur bygginguna er hannaður af [[Ólafur Elíasson|Ólafi Elíassyni]].<ref>{{cite journal|journal=Lesbók Morgunblaðsins|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4150344|title=Í skapandi samstarfi við borgarbúa|author=Þröstur Helgason|date=20. október 2007|pages=3-5}}</ref>
 
Byggingin er hluti af stærri framkvæmd sem átti upprunalega að fela í sér 400 herbergja [[hótel]], viðskiptamiðstöðina [[World Trade Center Reykjavík]], nýjar höfuðstöðvar [[Landsbankinn|Landsbankans]], [[verslun|verslanir]], [[íbúð|íbúðir]], [[veitingahús]], [[bílastæðahús]] og [[göngugata|göngugötu]].<ref>http://wayback.vefsafn.is/wayback/20080714191340/www.gestastofa.is/heildarverkefnid/</ref> Verkið var boðið út af ríki og borg og að útboði loknu kom athafnamaðurinn [[Björgólfur Guðmundsson]] að fjármögnun byggingar Hörpu í gegnum eignarhlut [[Landsbanki Íslands|Landsbankans]] í félaginu Portus, sem sá um framkvæmdina.<ref>{{cite journal|title=Menningarmannvirki rís af grunni|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3624116|author=Kristjana Guðbrandsdóttir|journal=24 stundir|date=22. janúar 2008|page=22}}</ref> Eftir [[bankahrunið]] þurftu [[íslenska ríkið]] og [[Reykjavíkurborg]] að hlaupa undir bagga til að framkvæmdir héldu áfram. Um mitt ár 2010 var áætlað að heildarkostnaður frá upphafi næmi um 27,7 milljörðum.<ref>[http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/07/01/atti_vid_um_kostnad_fra_gjaldthrotinu/ Átti við um kostnað frá gjaldþrotinu]</ref> Bygging hótels, höfuðstöðva Landsbankans og bílastæðakjallara töfðust vegna hrunsins, en héldu áfram eftir 2016. Hótelið var opnað 2020 og sama ár var stærsti [[bílakjallari]] landsins opnaður, sem nær frá [[Hafnartorg]]i að Hörpu með 1160 bílastæðum fullbyggður.
 
Kjallarar hússins, m.a. þar sem bílakjallarar eru, eru að hluta undir og við sjávarborð. Sérstakar ráðstafanir voru gerðar til að koma í veg fyrir að loftfyllt byggingin flyti upp. Einnig var gert ráð fyrir hækkun yfirborðs sjávar vegna [[Loftslagsbreytingar|loftslagsbreytinga]]. Upphaflegar teikningar gerðu ráð fyrir að umferð bíla fram hjá svæðinu mundu að mestu fara neðanjarðar, til að tengja Hörpu betur við [[Miðborg Reykjavíkur|miðborgina]]. Þegar leið á byggingartímabílið, var stígur gangandi og hjólandi sem lá norðanmegin Kalkofnsvegar skorinn, á meðan fjögurra akreina akvegur var látin halda sér mestan hluta byggingartímabilsins.