„Mæri“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Logiston (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 3:
'''Mæri''' ([[tékkneska]]: ''Morava''; [[þýska]]: ''Mähren''; [[pólska]]: ''Morawy''; [[silesíska]]: ''Morawa''; [[latína]]: ''Moravia'') er sögulegt hérað í austurhluta [[Tékkland]]s og eitt af þremur sögulegum [[lönd Tékka|löndum Tékka]], ásamt [[Bæheimur|Bæheimi]] og [[Tékkneska Slesía|Tékknesku Slesíu]].
 
[[Markgreifadæmið Mæri]] var [[krúnulandkonungsjörð]] [[konungur Bæheims|bæheimsku krúnunnar]] frá 1348 til 1918 og [[keisaralegt ríki]] innan [[Heilaga rómverska ríkið|Heilaga rómverska ríkisins]] frá 1004 til 1806, krúnuland [[Austurríska keisaradæmið|Austurríska keisaradæmisins]] frá 1804 til 1867 og hluti af [[Austurríki-Ungverjaland]]i frá 1867 til 1918. Mæri var eitt af fimm löndum sem mynduðu [[Tékkóslóvakía|Tékkóslóvakíu]] árið 1918. Staða þess sem sérstaks lands var afnumin af kommúnistastjórninni í Tékkóslóvakíu eftir 1948. Sögulegar höfuðborgir svæðisins hafa verið [[Velehrad]] (á 9. öld), [[Olomouc]] (til 1641) og [[Brno]] (1641-1948).
 
Héraðið er 22.623,41 km² að stærð og þar búa yfir 3 milljónir. Það dregur nafn sitt af ánni [[Morava]] sem er helsta vatnsfall þess, rennur frá norðri til suðurs og er ein af þverám [[Dóná]]r.