„Húnar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
m set aftur inn hluta sem var eytt
Lína 1:
[[Mynd:Huns empire.png|thumb|Mynd sem sýnir veldi Húna þegar það var sem stærst.]]
'''Húnar''' voru evróasískir hirðingjar sem gerðu með sér ýmis bandalög og réðust inn í Suðaustur-[[Evrópa|Evrópu]] um [[370]] e.Kr. Þeir rændu og rupluðu þar sem þeim sýndist og gerðu bandalög við ýmsar germanskar þjóðir sem voru óvinir [[Rómaveldi]]s ([[Austgotar]], [[Vandalar]] og [[Langbarðar]]). Frægastur Húna er [[Atli Húnakonungur]] sem sameinaði alla Húna og var síðasti og voldugasti konungur Húnaveldisins. Fall Húnaveldisins markaðist við fyrsta ósigur Atla í bardaga við Katalánsvelli árið [[451]] þar sem Atli mætti rómverska herstjóranum [[Flaviusi Aëtiusi]], [[Vestgoar|Vestgotum]] og [[Búrgundar|Búrgundum]]. Tveim árum síðar lést Atli og óljóst var hver af hans óteljandi sonum ætti að taka við veldinu. Á meðan rifist var um hver yrði næsti konungur Húnaveldis nýttu óvinsamlegar germanskar þjóðir tækifærið og risu gegn Húnum. Þar með liðaðist veldi þeirra í sundur og var úr sögunni.
 
'''==Húnar'''==
 
Þeir voru upprunalega hirðingjar frá miðhluta asíu. Þeir komu frá rússnesku steppunum og héldu inní Austur-Evrópu 400-410 e.kr. Fréttir um landvinninga Húnanna breiddust útum [[Evrópa | Evrópu]] eins og eldur í sinu og urðu til þess að margir germanskir ættbálkar sáu sig tilneydda til að hörfa inní Vestrómverska ríkið sem stóð þá á brauðfótum.
Hvað var svona hryllilegt við Húnana?