„Friðrik 7. Danakonungur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Asmjak (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Óli Gneisti (spjall | framlög)
m →‎Ævi: Leiðrétti stafsetningarvillu.
 
Lína 21:
Friðrik var sonur Kristjáns Friðriks Danaprins, seinna [[Kristján 8.|Kristjáns konungs 8.]] og Karlottu Friðriku af Mecklenburg-Schwerin. Skömmu eftir fæðingu hans skildu foreldrarnir, þar sem móðirin hafði haldið við annan mann. Henni var aldrei aftur leyft að sjá son sinn.
 
Friðrik gekk að eiga [[Vilhelmína María|Vilhelmínu Maríu]] Danaprinsessu þegar hann var tvítugur. Þau voru [[tvímenningar]], hún yngsta dóttir ríkjandi konungs, [[Friðrik 6. Danakonungur|Friðriks konungs 6.]] Sambúð þeirra var stirð, og sagt var að Friðrik prins hafi verið konu sinni bæði ótrúr og tillitslaus. KonungnumKonunginum, tengdaföðurnum, var á endanum nóg boðið, og vorið [[1834]] sendi hann tengdason sinn í ferðalag til [[Ísland]]s (og varð Friðrik því fyrsti konungur landsins sem þangað hafði komið) og rak hann síðan, þegar hann kom aftur, í útlegð til [[Fredericia|Fredericiu]] á Jótlandi og krafðist skilnaðar fyrir hönd dóttur sinnar. Í útlegðinni komst Friðrik prins í kynni við dansmærina Louise Rasmussen, sem seinna varð konan hans. [[1839]] varð faðir Friðriks konungur, sem [[Kristján 8.]], og Friðrik varð þar með [[krónprins]], útlegðinni var aflétt og hann tók við fyrra starfi föður síns sem landstjóri á [[Fjón]]i. Árið 1841 kvæntist hann Marianne af Mecklenburg-Strelitz en þau skildu árið [[1846]] og voru barnlaus.
 
Þann [[20. janúar]] [[1848]] andaðist [[Kristján 8.]]. Friðrik sonur hans var 39 ára og hafði litla reynslu af stjórnmálum, svo að ýmsum leist ekki vel á að hann yrði konungur. En sem konungur afsalaði hann sér [[einveldi]] og gaf Dönum [[Stjórnarskrá Danmerkur|stjórnarskrá]]. Það, ásamt öðru, varð til þess að vinsældir hans urðu miklar.