„Helgi magri“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
VioletRedBlue (spjall | framlög)
ar voru svokallaðir vaðlar,
VioletRedBlue (spjall | framlög)
m Bæjarnafnið Kaupangur í Eyjafirði er sennilega dregið af „Kaupangur“ í Noregi sem var verslunarstaður þar á tímum víkinga.
Lína 7:
Helgi var fæddur á [[Írland]]i. Eyvindur og Rafarta létu Helga í fóstur í [[Suðureyjar|Suðureyjum]] þegar hann var barn að aldri en þegar þau komu að sækja hann tveimur vetrum seinna hafði hann verið sveltur svo að þau þekktu hann ekki. Eftir það var hann kallaður Helgi magri. Hann varð virðingarmaður mikill er hann fullorðnaðist. Hann kvæntist [[Þórunn hyrna|Þórunni hyrnu]], dóttur [[Ketill flatnefur|Ketils flatnefs]], og áttu þau mörg börn.
 
Helgi hafði tekið kristni en var blendinn í trúnni og hét á [[Þór (norræn goðafræði)|Þór]] til sjófara og harðræða. Hann ákvað að fara til Íslands með konu sína og börn og nema þar land, til að lifa í friðsemd og viðhafa kristin gildi. Þegar hann sá til lands hét hann á Þór að vísa sér til lands og sigldi síðan norður um land og inn í Eyjafjörð. Þá var sjófært lengra inn í fjörðinn en nú er. Helgi tók land við Galtarhamar, sem nú heitir Festarklettur, nálægt Bíldsá, sem nú kallast Kaupangur. Göltur eða hrútur Helga var hvítur með dökkt höfuð, sem kallast að vera bíldóttur eða bíldur. Sagt er að Bíldur hafi farist í ánni og af því dragi áin Bíldsá nafn sitt. Bæjarnafnið Kaupangur í Eyjafirði er sennilega dregið af „Kaupangur“ í Noregi sem var verslunarstaður þar á tímum víkinga. Þá á nafnið við því Kaupangur er samsett orð, þar sem angur vísargæti vísað í mjóan ál af vatni þar sem innar gekk fiskur gengið upp í Fiskilæk, sem legið hefur austan megin fjarðar að Galtarkletti. Kaupknörr hafi silgt upp álinn að klettinum, þar sem kaup fór fram og staðurinn fengið nafnið Kaupangur. Þar höfðu knörr festar við Festarklett, þar sem Knarrarberg er. Helgi hafði vetursetu við Bíldsá í Kaupangi, þar sem gott útsýni er yfir fjörðinn. Sagt er að þegar hann flutti með fjölskyldu sína, hafi Þórunn kona hans orðið léttari í Þórunnareyju í kvíslum Eyjafjarðarár, skammt frá þar sem Bíldsá rennur í [[Eyjafjarðará]] og þar hafi hún alið dóttur sem kölluð var Þorbjörg hólmasól, með vísan í hólma í ánni. Vaðlaheiði dregur nafn sitt að í firðinum var hægt að fara yfir á vaði, þar voru svokallaðir vaðlar, mikið grynni þar sem vatn rann fram, var að hægt var að vaða þar yfir (sbr. vöðlur). Vaðlarnir eru enn til en hafa færst utar í fjörðinn út af framburði Eyjafjarðarár. Svo fór að Helgi settist að á Kristnesi, sennilega vegna jarðhita og nam allan Eyjafjörð. Landnám Helga var það stærsta á Ísland, stærra en landnám Ingólfs Arnarsonar. Þar sem landnám Helga var mjög stórt fengu margir landnámsmenn sem síðar komu land hjá honum, auk þess sem börn hans og aðrir ættingjar fengu hluta af landnámi hans. Nafn bújarða og kennileita í Eyjafirði hafa mikið til haldið sér, vestan megin fjarðar eru það til dæmis Grund, Espihóll, Stokkahlaðir, Merkigil, Hrafnagil, Kroppur, Kristnes, Naust, Hlíð, Akureyri, Oddeyri, Krossanes, Glerá, Kræklingahlíð, Möðruvellir, Gásar. Austanmegin fjarðar, Gnúpufell, Hripkelstaðir, Þverá (seinna Munkaþverá), Uppsalir, Öngulsstaðir, Garðsárdalur, Ytri-Þverá (seinna Þverá), Fiskilækur, Kaupangur, Bíldsárskarð, Varðgjá, Sigluvík, Svalbarð.
 
Synir Helga magra voru [[Hrólfur Helgason|Hrólfur]] á Gnúpufelli og [[Ingjaldur Helgason|Ingjaldur]] á Efri-Þverá en dætur hans voru, Helga, kona [[Auðunn rotinn Þórólfsson|Auðuns rotins Þórólfssonar]], Hlíf kona [[Þorgeir Þórðarson|Þorgeirs Þórðarsonar]], Þórhildur kona [[Auðólfur (landnámsmaður)|Auðólfs]] landnámsmanns í [[Öxnadalur|Öxnadal]], Þóra kona [[Gunnar Úlfljótsson|Gunnars]] sonar [[Úlfljótur (lögsögumaður)|Úlfljóts]] lögsögumanns, Ingunn kona [[Hámundur heljarskinn Hjörsson|Hámundar heljarskinns]] og Þorbjörg hólmasól kona [[Böðólfur Grímsson|Böðólfs Grímssonar]].