„Heimspeki hversdagsmáls“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Heimspeki hversdagsmáls''', '''mannamálsheimspeki''' eða '''mannamálsheimspekimálgreiningarheimspeki''', stundum einnig kennd við Oxford háskóla og nefnd '''Oxford-heimspekin''' var skóli innan [[rökgreiningarheimspeki]]nnar um og eftir miðja [[20. öld]] sem kenndi heimspekilegar ráðgátur yrðu til þegar heimspekingar eða vísindamenn notuðu orð annarlega og gleymdu því hvað orðin merkja raunverulega í hversdagslegum skilningi sínum (eða á mannamáli til aðgreiningar frá fræðastagli).<ref>Um heimspeki hversdagsmáls, sjá Baldwin (2001) 39-63.</ref> Heimspekingar sem kusu þessa nálgun höfðu minni áhuga á heimspeki[[kenning]]um en rannsökuðu þess í stað ítarlega venjulega hversdagslega málnotkun, „mannamál“.
 
Mannamálsheimspekingarnir voru undir miklum áhrifum frá yngri verkum [[Ludwig Wittgenstein|Ludwigs Wittgenstein]], einkum ''Rannsóknum í heimspeki''. Helstir þeirra voru [[Gilbert Ryle]], [[J.L. Austin]], [[P.F. Strawson]] og [[Norman Malcolm]]. Heimspeki hverdagsmáls átti mestu fylgi að fagna á árunum frá 1930 til 1970 en áhrifa hennar gætir enn víða í heimspeki.