„Fimleikar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Carettu (spjall | framlög)
Hahaha
Merki: Breyting tekin til baka Sýnileg breyting
Lína 1:
'''Fimleikar''' eru [[íþrótt]] sem felur í sér æfingar sem þarfnast styrks, liðleika, lipurðar, samhæfingar og jafnvægis. Á Íslandi eru fimleikar í gríðarlegri sókn og er nú svo komið að íþróttin er sú fjórða mest stundaða á Íslandi á eftir, knattspyrnu, golfi og hestaíþróttum. Fimleikar eru jafnframt næst mest stundaða íþrótt 16 ára og yngri og næst mest stundaða kvennaíþróttin.<ref>ÍSÍ 2010, bls. 1</ref>.
 
Fimleikum er stýrt af Alþjóða fimleikasambandinu (FIG) og í Evrópu af Evrópska fimleikasambandinu (UEG).
 
Fimleika er hægt að stunda sem einstaklingsíþrótt eða hópíþrótt. Í Evrópu skiptast fimleikar í 7 aðalgreinar: Áhaldafimleika, Hópfimleika, Nútímafimleika, Trampolín, Þolfimi, Sýningarfimleika og Almenningsfimleika. Á Íslandi eru í dag stundaðar þrjár af þessum aðalgreinum: Áhaldafimleikar, Hópfimleikar og Almenningsfimleikar.
 
Í áhaldafimleikum er æfingar gerðar á mismunandi áhöldum. Þau eru gólf, stökk, kvennatvíslá, slá, karlatvíslá (samsíða), bogahestur, hringir og svifrá. Markmiðið er að gera eins flóknar æfingar og hægt er. Ekki má þó gera of flóknar æfingar því að maður verður að geta ráðið við þær til að geta gert fallegra. Fimleikar reyna því mikið á kraft, jafnvægi, fimi og að geta hugsað um margt í einu.
 
Þegar maður er að keppa er dómari sem gefur einkunn, sá vinnur sem fær hæstu einkunn. og þar að leiðandi fá betri einkunn. Það sem er mest gefið einkunn er að vera með strekktar ristar, hendur og fætur, beinar eða bognar eftir því sem við á.
 
== Saga ==
F.L. Jahn er talin vera faðir fimleikanna. Hann opnaði íþróttasvæði fyrir fimleika í Þýskalandi árið 1811 og það er talað um að saga fimleikanna hafi hafist þá. 5 árum seinna gaf hann út bókina Die deutsche Turnkunst (Þýska fimleikalistin). Jahn samdi hana með nemenda sínum E. Eiselen. Rétt fyrir 1900 breiddust fimleikar út til annarra landa í Evrópu. Fyrsta íþróttafélagið á Íslandi sem hægt var að æfa fimleika var Íþróttafélag Reykjavíkur (ÍR) Sem var stofnað árið 1907. Fyrsta fimleikamót Íslands var haldið árið 1924 og það var hópfimleikamót og þar hlaut ÍR sigur. Fyrsta einstaklingsfimleikamótið var haldið 1927. Þá voru einungis karlar í fimleikum. Mót var haldið árlega þangað til 1938. Aftur var byrjað að halda mót árið 1968 og voru konur þá meðal þátttakenda.
 
== Greinar ==