„Patreksfjörður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Snaevar-bot (spjall | framlög)
m →‎Landnám: laga CS1 heimilda gildi using AWB
Steinninn (spjall | framlög)
Tengill á fjörðinn með sama nafn
Lína 1:
[[Mynd:Iceland2008-Patreksfjordur.jpg|thumb|right|Patreksfjörður]]
'''Patreksfjörður''' er þorp í [[Vesturbyggð]] við [[Patreksfjörður (fjörður)|samnefndan fjörð]] sem er syðstur [[Vestfirðir|Vestfjarða]]. Aðalatvinnugreinar eru [[sjávarútvegur]], [[fiskvinnsla]] og [[þjónusta]]. Íbúar voru 675 árið 2019.
 
Patreksfjörður er syðstur sunnanverðra Vestfjarða, yst marka fjöllin Blakkur og Tálkni munn Patreksfjarðar en [[Tálknafjörður]] og Patreksfjörður hafa sameiginlegan flóa sem þó er kenndur við Patreksfjörð sem er stærri. Þéttbýli fór að myndast um 1900 á Vatneyri og Geirseyri sem óx nokkuð hratt mesta 20 öldina eftir því sem útgerð, fiskvinnsla og viðskipti með fiskafurðir óx.
 
[[Sauðlauksdalur]] er við sunnanverðan Patreksfjörð, þar er eða var talið að séra Björn Halldórsson hafi fyrstur til að rækta kartöflur á Íslandi, en Börn Halldórsson var áhugamaður um margskonar ræktun og gaf út rit til leiðbeingar um ræktun. Sauðlaukar sem dalurinn er kenndur við er grastegund<ref>{{Cite web|url=http://www.visindavefur.is/svar.php?id=65284|title=Hvað er sauðlaukur sem Sauðlauksdalur er kenndur við?|website=Vísindavefurinn|language=is|access-date=2019-03-16}}</ref> sem sauðfé forðast.{{heimild vantar}}
 
Áður var verslunarstaðurinn á Vatneyri, sem er lág [[eyri]] þar sem eitt sinn var stöðuvatn eða sjávarlón. Lónið var grafið út árið 1946 og Patrekshöfn gerð þar. Núverandi byggð er hins vegar að mestu leyti á Geirseyri og var byggðin stundum kölluð Eyrarnar í fleirtölu. Vatneyri/Geirseyri var verslunarhöfn á tímum [[einokunarverslunin|einokunarverslunarinnar]]. Vísir að þorpi tók að myndast með fyrstu [[þurrabúð]]unum þar um miðja [[19. öldin|19. öld]].{{heimild vantar}}