„Harry Potter“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Harry Potter''' er söguhetja úr bókum eftir enska rithöfundinn [[Joanne Kathleen Rowling|J.K. Rowling]]. Bækurnar fjalla um ungann galdramann, Harry Potter, og vini hans Ron Weasley og Hermione Granger, sem öll stunda nám við [[Hogwarts]] skóla galdra og seiða. Aðalsöguþráðurinn gengur út á tilraunir illa galdramannsins Voldemorts til að ná völdum í heimi galdramanna og baráttu Harry Potter og vina hans gegn því. Sögurnar um Harry Potter gerast í [[hliðarveröld]] þar sem venjulegt fólk (sem galdramenn nefna [[muggar|mugga]] í bókunum) veit ekki af galdraheiminum sem er eins konar huliðsheimur allt í kring um hinn hefðbundna heim. Æðstu völd í galdraheiminum eru í höndum [[Galdramálaráðuneytið|Galdramálaráðuneytis]].
'''Harry Potter''' er söguhetja úr bókum eftir [[Joanne Kathleen Rowling|J.K. Rowling]].
 
Bækurnar um Harry Potter komu fyrst út hjá bókaútgáfunni [[Bloomsbury]] í Bretlandi og [[Scholastic Press]] í Bandaríkjunum og komu út frá 1998 til 2007. Sögurnar blanda saman þáttum úr mörgum hefðbundum bókmenntagreinum, eins og [[fantasía|fantasíum]], [[þroskasaga|þroskasögum]], [[spennusaga|spennusögum]], breskum [[skólasaga|skólasögum]] og [[ástarsaga|ástarsögum]]. Rowling hefur sagt að meginviðfangsefni bókanna sé [[dauðinn]].<ref name="Geordie Greig">{{cite news |first=Geordie |last=Greig |url=https://www.telegraph.co.uk/news/uknews/1507438/There-would-be-so-much-to-tell-her....html |title=There would be so much to tell her... |newspaper=The Telegraph |access-date=4 April 2007 |date=11 January 2006 |location=London |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20070311032026/http://www.telegraph.co.uk/news/main.jhtml?xml=%2Fnews%2F2006%2F01%2F10%2Fnrowl110.xml |archive-date=11 March 2007 }}</ref>
 
Upprunalegu sjö bækurnar voru kvikmyndaðar í átta hlutum af [[Warner Bros.]] og sýndar frá 2001 til 2011. Í kjölfarið hafa fylgt fleiri bækur og kvikmyndir sem gerast í sama [[söguheimur|söguheimi]] og tengjast upprunalegu bókunum á ýmsan hátt. Árið 2016 var heildarvirði Harry Potter-sérleyfisins metið á 25 milljarða dala.<ref name="Time25">{{cite magazine |last1=Meyer |first1=Katie |date=6 April 2016 |title=Harry Potter's $25 Billion Magic Spell |url=https://money.com/billion-dollar-spell-harry-potter/ |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20210514014809/https://money.com/billion-dollar-spell-harry-potter/ |archive-date=14 May 2021 |access-date=4 November 2016 |magazine=[[Money (magazine)|Money]]}}</ref> Harry Potter er eitt tekjuhæsta miðlunarsérleyfi sögunnar. Skemmtigarðar undir nafninu [[The Wizarding World of Harry Potter]] hafa verið settir upp í Bandaríkjunum, Kína og Japan.
 
== Bækurnar ==