„Persónur í söguheimi Harry Potter-bókanna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 3:
==Aðalpersónur==
=== Harry Potter ===
Harry James Potter fæddist þann [[31. júlí]] árið [[1980]]. Harry Potter er lítill og mjór, með dökkt og úfið hár. Hann er með græn augu, kringlótt gleraugu og ör á enninu, sem er í laginu eins og [[elding]]. Hann er lifandi eftirmynd föður síns, en er með grænu augun frá móður sinni. Foreldrar hans voru '''James Potter''' og '''Lily (Evans) Potter'''. Harry er þekktur um allan galdraheiminn sem „drengurinn sem lifði af“.
 
Á [[hrekkjavaka|hrekkjavöku]] þegar Harry var rúmlega eins árs kom [[Voldemort]], einn verst innrætti galdramaður sem uppi hafði verið, heim til hans með það í huga að myrða hann og móður hans, því hún var af muggaættum. Ástæðan var sú að spákona nokkur hafði spáð fyrir um að drengur sem líklega var Harry myndi einhvern daginn sigra Voldemort, hinn myrka herra.
 
Voldemort mistókst hins vegar að drepa Harry, en foreldrar hans fórnuðu lífi sínu til að reyna að vernda hann. Þegar Voldemort kastaði drápsbölvun á Harry endurkastaðist hún á Voldemort svo að hann missti máttinn og hvarf á braut, nær dauða en lífi. Harry var hins vegar óskaddaður, fyrir utan eldingarlaga örið á enninu sem hann hlaut við bölvunina.
Lína 11:
Þar með var Harry munaðarlaus og var skilinn eftir hjá móðursystur sinni (Petuniu) og fjölskyldu hennar, ásamt bréfi sem útskýrði það sem gerst hafði. Ættingjar Harrys voru öll [[muggi|muggar]], venjulegt fólk án galdrahæfileika, og höfðu sérstaka andstyggð á göldrum og öllu sem var óvenjulegt. Hann bjó við yfirgengilegt harðræði alla bernsku sína og fékk ekki að vita neitt um galdraheiminn.
 
Á ellefta afmælisdegi Harrys komst hann að því hver hann var í raun og veru. Þá um haustið fékk hann að fara í [[Hogwarts]]skóla þar sem hann lærði galdra og fjölkynngi. Hann lenti í [[Gryffindor]] heimavistinni sem er ein af fjórum heimavistum skólans og er heimavist hinna hugdjörfu. Í Hogwart eignaðist Harry fjöldann allan af góðum vinum og voru bestu vinir hans [[Ron Weasley]] og [[Hermione Granger]]. Harry keppti með heimavistarliðinu sínu í [[Quidditch]], sem leitari og er [[Quidditch]] íþróttaleikur galdramanna og kvenna. Hann var yngsti leikmaðurinn í heila öld til að keppa í innanskólakeppninni.
 
Harry á snæugluna Hedwig sem Hagrid gaf honum í afmælisgjöf þegar hann varð 11 ára. Hedwig fer oft í póstferðir fyrir hann en hún er talin óvenju klár af uglu að vera.
 
Samband Harrys og [[Albus Dumbledore|Dumbledores]] skólastjóra er mjög sérstakt og virðist oft sem Harry eigi erfitt með að viðurkenna fyrir Dumbledore þegar hann á í vandræðum eða þegar honum líður illa. Samt virðist skólameistarinn alltaf vita nokkurn veginn hvað er að gerast hjá honum og gerir sitt besta til að líta eftir stráknum.
 
Sirius Black er guðfaðir Harrys og eru þeir góðir vinir. Í honum fann Harry föðurinn sem hann man ekkert eftir og í Harry sér Sirius besta vin sinn endurborinn. Remus Lupin var annar af bestu vinum James og kenndi hann Harry í skólanum eitt árið. Hann er varúlfur og það er í raun honum að þakka að Harry og Sirius kynntust. Hann er einn sá besti kennari sem Harry hefur nokkurn tímann haft í skólanum.
 
Töfrasprotar Harrys (28 cm úr kristþyrnisviði, fjöður úr fönix) og Voldemorts (34 cm ýviður, fjöður úr fönix) eru tengdir þar sem þeir eru bræðrasprotar og er kjarni þeirra úr fjöðrum af [[fönix]]inum [[Fawkes]] sem er gælufönix [[Albus Dumbledore|Dumbledores]]. Þessar tvær fjaðirir eru einu fjaðrirnar sem þessi ákveðni fönix hefur nokkurntíman gefið af sér til töfrasprotagerðar. Harry fékk líka ýmsa aðra af kröftum Voldemorts þegar hann missti máttinn. Því er Harry talsvert máttugri en aðrir jafnaldrar hans og jafnvel fullþroskaðir galdramenn og auk þess talar hann slöngutungu sem er sjaldgæfur hæfileiki meðal galdramanna. Þennan hæfileika hafði Voldemort líka.
 
Á fjórða ári sínu í Hogwart tók Harry þátt í [[Þrígaldraleikarnir|Þrígaldraleikunum]] sem voru þá haldnir í fyrsta skipti í yfir 100 ár. Hann var yngsti keppandinn og hefði í raun ekki átt að taka þátt en brögðum var beitt til að hann yrði fyrir valinu. Sá sem stóð fyrir því var yfirlýstur stuðningsmaður Voldemorts og sá hann einnig til þess að Harry stæði uppi sem sigurvegari leikanna þar sem bikarinn var [[leiðarlykill]] sem flutti hann beina leið til Voldemorts og þjóna hans. Þar var Harry notaður, gegn eigin vilja, í athöfn til að endurreisa hinn myrka herra. Eftir mikið og erfitt einvígi við Voldemort komst Harry þó heilu og höldnu heim til Hogwart þar sem hann gat sagt frá því sem fram hafði farið um kvöldið.