„Persónur í söguheimi Harry Potter-bókanna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 39:
 
Ron hóf nám Hogwarts Skóla galdra og seiða árið 1991 og var raðað í Gryffindor heimavistina. Hann varð fljótt besti vinur Harry Potter og síðar Hermione Granger. Harry og Ron björguðu henni eftir að fjallatröll kom inn í skólann á hrekkjavöku. Hún var þá grátandi inni á baði eftir að Ron móðgaði hana, eftir það urðu þau bestu vinir. Saman börðust þau við prófessor Quirinus Quirrell, sem reyndi að ná viskusteininum fyrir Voldemort, Líka að ná Ginny litla systir Ron úr Leyniklefanum og að bjarga saklausum manni frá hræðinlegum kossi vitusgunana, Sirius Black. Á fjórða ári varð Ron reiður út í Harry því hann sagði honum ekki frá því að hann hafi sett nafnið sitt í Eldbikarinn, sem hann gerði ekki. Á fimmta ári sínu mynduðu þau Varnarlið Dumbledores (VD) og börðust þau í deild ráðgátunnar gegn drápurum Voldemorts. Á sjötta ári kynntist hann Lavender Brown og urðu þau kærustupar, þá brotnaði hjarta Hermione því að hún var hrifinn af Ron í laumi. Ron og Lavender hætta saman í sjöttu bókinni. Þegar Harry Ron og Hermione fóru að leita af helkrossunum sex urðu Hermione og Ron eiginlega kærustupar, eða það fannst Harry. Ron og Hermione kysstust fyrst í þarfarherberginu en í Deathly Hallows part 2 kyssast þau í leyniklefanum. Þau giftast að lokum og eignast tvö börn sem bæði ganga í Hogwartsskóla.
 
==Albus Dumbledore==
Prófessor Albus Percival Wulfric Brian Dumbledore er persóna úr bókunum um [[Harry Potter]] eftir [[J.K. Rowling]]. Hann er skólameistari Hogwarts, skóla galdra og seiða. Nafnið Albus kemur úr [[latína|latínu]] og þýðir hvítur en Percival var einn af riddurunum við hringborðið. Dumbledore er gamalt enskt orð yfir [[býfluga|býflugu]] enda segist [[J.K. Rowling]] höfundur bókanna ímynda sér að hann gangi um kastalann hummandi við sjálfan sig. Skopskyn og viska eru áberandi eiginleikar í lýsingum á Dumbledore. Uppáhald Dumbledore var sítrónukrap enda var lykilorð hans Á skrifstofu sína var líka sítrónukrap eins og kemur framm í Harry potter og viskusteinninn
 
{{Tilvitnun2|Hann gerði hluti með sprota sem ég hef aldrei séð áður|– Griselda Marchbanks ([[Harry Potter og Fönixreglan|Fönixreglan]], kafli 31)}}
 
Dumbledore er hár og grannur og með langt bogið nef, sem lítur út fyrir að hafa brotnað a.m.k. einu sinni. Hann gengur með hálfmánalöguð gleraugu og er með svo langt silfurlitað skegg, sem einu sinni var rauðbrúnt, að hann bregður því oft undir beltið. Hann er líka með ör fyrir ofan vinstra hnéð sem er fullkomið kort af lestarkerfi [[London|Lundúna]]. Augu hans eru blikandi og blá og góðlátleg.
 
Dumbledore er oftast klæddur fjólublárri skikkju, háum skóm með sylgjum og með stóran galdrahatt sem hann skiptir stundum út fyrir eyrnaskjól.
 
=== Fjölskylda Dumbledore ===
Leynd hvílir yfir fjölskyldusögu Dumbledore í fyrstu [[Harry Potter]]-bókunum. Sú saga vegur þungt í persónusköpun skólameistarans og sýnir aðra hlið á Dumbledore en Harry Potter kynnist sjálfur.
 
Dumbledore fæddist árið [[1881]] samkvæmt Rowling.<ref name="wizard of the month">{{cite web|first=J.K,|last=Rowling|url=http://www.jkrowling.com/textonly/en/wotm.cfm|title=Wizard of the Month Archive|publisher=J.K. Rowling Official Site|accessdate=20 March 2011 |archiveurl=https://web.archive.org/web/20090302233052/http://www.jkrowling.com/textonly/en/wotm.cfm |archivedate=2009-03-02}}</ref> Hann á bróður sem heitir Aberforth og rekur krána '''Glaða villigaltarins''' í þorpinu Hogsmeade. Þeir eru synir Percivals Dumbledore, sem dó í Azkhaban-fangelsinu, og Kendru Dumbledore. Albus og Aberforth áttu eina systur, Ariönu, sem varð fyrir árás í æsku. Í kjölfarið verður Ariana ófær um að læra að nota galdur á öruggan hátt. Það verður til þess að Ariana drepur óvænt móður sína og sem elsti sonurinn þarf Albus að taka við búið. Rígur verður milli Albus og Aberforths.
 
Dumbledore var mun metnaðargjarnari þegar hann var yngri, og var í vinskap við Gellert Grindelwald. Sá var metnaðarfullur eins og Dumbledore en hafði að markmiði að stjórna heiminum. Deilur þeirra enduðu með einvígi milli hans, Aberforths og Grindelwalds og endaði með því að álög frá einhverjum þeirra lentu á Ariönu og drápu hana. Grindelwald flúði til meginlands Evrópu og var árið [[1945]] leitaður uppi af Dumbledore og sigraður. Dumbledore hélt eftir sprota Grindelwalds og gerði hann að sínum eigin.
 
Albus gerist kennari í ummyndun og tók seinna við skólastjóratitli, eða um [[1970]]. Hann er talinn vera besti skólatjóri Hogwarts skóla galdra og seiða fyrr og síðar.
 
Dumbledore er helsta stoð og stytta Harrys og trúir honum alltaf. Dumbledore er skemmtilegur karakter, bráðgreindur, en hefur þó alla mannlega eiginleika eins og kímni og hreinskilni.
 
Dumbledore lést árið 1996 í Hogwartskastala (þá 115 eða 116 ára gamall). Hann var myrtur af [[Severus Snape|Severusi Snape]] þáverandi kennara í Vörnum gegn myrku öflunum, fyrrverandi töfradrykkjameistara, drápara og verðandi skólameistara, í bókinni [[Harry Potter og blendingsprinsinn]].
 
== Heimildir ==
<references/>