„Tækniminjasafn Austurlands“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Steinninn (spjall | framlög)
flokkun
Steinninn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Lokað - Closed'''[[Mynd:Seydisfjordur map.png|thumbnail|Seyðisfjörður]]
[[Mynd:Seyðisfjörður.10.jpg|thumbnail|hægri|Seyðisfjörður]]
[[Mynd:Seyðisfjörður, Iceland.jpg|thumbnail|Frá Seyðisfirði]]
Lína 5:
'''Tækniminjasafn Austurlands''' á [[Seyðisfjörður|Seyðisfirði]] fjallar um þann hluta Íslandssögunnar sem snýr að tæknivæðingu landsins frá um 1880 til dagsins í dag. Markmið safnsins er að safna, varðveita, skrá og sýna verkkunnáttu, muni, minjar og frásagnir sem hafa gildi fyrir sögu tækniþróunar á starfssvæðinu.<ref>Tækniminjasafn Austurlands (2002): 4.</ref> Vegna sérhæfingar safnsins sem minjasafns er fjallar um nútímavæðingu þjóðarinnar er mikið um óvenjulegar vélar, búnað og aðrar menningarminjar sem ekki eru til sýnis á öðrum söfnum landsins.
 
Safnið er nú '''lokað''' vegna aurskriðu sem féll á Seyðisfjörð árið 2020. Unnið er að því að finna nýtt húsnæði.<ref>[https://tekmus.is/husnaedismal/ Húsnæðismál]</ref>
 
Tækniminjasafnið sýnir hvernig tæknibreytingar sem snúa að véltækni, rafmagni, fjarskiptum, samgöngum og byggingalist eru samofnar breytingum á lifnaðarháttum og umhverfi. Safnið er staðsett á svokallaðri Wathnestorfu á Seyðisfirði en þar er að finna hús sem spila stór hlutverk í tækniminjasögu landsins, meðal annars svokallað Wathneshús og Vélsmiðju Jóhanns Hanssonar. Þá er safnið einnig byggðasafn Seyðfirðinga.