„Jökulsá (Breiðamerkursandi)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Steinninn (spjall | framlög)
Steinninn (spjall | framlög)
breytti nafni
Lína 9:
| vatnasvið =
}}
'''Jökulsá á Breiðamerkursandi''' er [[jökulá]] í [[Austur-Skaftafellssýsla|Austur-Skaftafellssýslu]], vatnsmikil (meðalrennsli 250-300 m³/s) en mjög stutt, aðeins um 500 metra löng. Hún rennur úr lóni, [[Jökulsárlón]]i, við sporð [[Breiðamerkurjökull|Breiðamerkurjökuls]], sem er skriðjökull suður úr [[Vatnajökull|Vatnajökli]]. Áin er á miðjum [[Breiðamerkursandur|Breiðamerkursandi]], á milli [[Öræfasveit|Öræfasveitar]] og [[Suðursveit]]ar.
 
Jökulsá rann áður beint undan jöklinum, 1-1,5 km til sjávar, en um 1935 fór lónið að myndast við jökulröndina og upp úr 1950 fór það að stækka ört samfara því sem jökullinn hopaði vegna bráðnunar. Um leið hefur áin styst vegna [[brimrof]]s við ströndina og ef sú þróun heldur áfram má búast við að áin hverfi innan tíðar og lónið fyllist af sjó, en raunar gætir þegar sjávarfalla í því. Mun þá myndast þar fjörður inn að jökulröndinni. Reynt hefur verið að vinna gegn þessu með því að leitast við að hindra landbrot og hækka vatnsstöðu lónsins.