„Vladímír Lenín“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 57:
Eyðilegging rússnesku borgarastyrjaldarinnar og misheppnaðar tilraunir Sovétstjórnarinnar til að [[Samyrkjubúskapur|samyrkjuvæða]] landbúnað Rússlands stuðluðu að hungursneyð á árunum 1920 til 1921. Í mars árið 1921 gerðu sjóliðar í [[Kronstadt]], sem höfðu verið meðal tryggustu stuðningsmanna byltingarinnar, misheppnaða uppreisn gegn stjórn Leníns. Uppreisnin og efnahagslegt hrun Rússlands sannfærðu Lenín um að tilraunin til að gera Rússland að sósíalísku ríki í einu vetfangi hefði mistekist og að taka þyrfti upp hófsamari stefnu. Þetta varð til þess að árið 1921 kynnti Lenín „[[Nýja efnahagsstefnan|nýju efnahagsstefnuna]]“ svokölluðu, eða NEP, sem fól í sér afturhald til auðvaldsskipulags í ýmsum málum.<ref name=samvinnan>{{Tímarit.is|4292618|Vladímír Lenín|blað=[[Samvinnan]]|útgáfudagsetning=1. apríl 1970|blaðsíða=12-18}}</ref>
 
Á tíma nýju efnahagsstefnunnar átti ríkið áfram allan helsta iðnað landsins og hafði einokun á erlendri verslun en einkaverslun og einkaframtak bænda var aftur leyfð. Þessi stefna með kapítalísku ívafi mætti mikilli mótspyrnu innan Kommúnistaflokksins og hefði líklega aldrei náð fram að ganga ef neinn annar en Lenín hefði talað fyrir henni, en Lenín braut gagnrýnina á bak aftur og fékk sínu framgegntframgengt. Með þessu [[Blandað hagkerfi|blandaða hagkerfi]] heppnaðist sovétstjórninni að reisa við efnahag Rússlands á þriðja áratugnum. Nýja efnahagsstefnan var síðasta meiriháttar framlag Leníns til stjórnarinnar þar sem heilsu hans tók að hraka á svipuðum tíma og hún var tekin upp.<ref name=samvinnan/>
 
===Endalok Leníns===