„Apocalypse Now“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Apocalypse Now''' er [[kvikmynd]] frá árinu [[1979]] í leikstjórn [[Francis Ford Coppola]]. Myndin, sem var lauslega byggð á [[Skáldsaga|skáldsögu]] [[Joseph Conrad|Josephs Conrad]], ''[[Heart of Darkness]]'', gerist í [[Víetnmastríðið|Víetnamstríðinu]] og segir frá leiðangri Benjamin L. Willard höfuðsmanns í bandaríska hernum í leit að Walter E. Kurtz ofursta. Til að komast að Kurtz þarf Willard að ferðast upp með ánni Nung inn í frumskóga [[Kambódía|Kambódíu]]. Þar hefur Kurtz tekið sér stöðu leiðtoga meðal íbúa og hegðar sér, samkvæmt lýsingum sem Willard fær á fundi áður en haldið er af stað, á ómannúðlegan hátt. Hlutverk Willards var leikið af [[Martin Sheen]] og [[Marlon Brando]] lék Kurtz ofursta. Meðal annarra leikara í myndinni má nefna [[Robert Duvall]], [[Dennis Hopper]] og [[Laurence Fishburne]].
 
Francis Ford Coppola hóf vinnu á myndinni þegar hann hafði lokið við að leikstýra hluta 2 af myndunum um Guðföðurinn. Upptaka fór fram á [[Filipseyjar|Filippseyjum]] og átti fyrst um sinn að taka 6 vikur. Framleiðslan dróst hins vegar mjög á langinn og urðu þessar 6 vikur að lokum að 16 mánuðum. Átti Coppola þá, sem fjármagnaði myndina að öllu leyti með eigin fé, á hættu að verða gjaldþrota gengi myndin ekki vel í kvikmyndahúsum. Gerð myndarinnar tók mikið á Coppola, jafnt andlega sem líkamlega. Hann missti um 50 kíló og hótaði hann nokkrum sinnum að fyrirfara sér. Árið [[1991]] kom út heimildarmynd um gerð Apocalypse Now sem kallaðist Hearts of Darkness: A Filmmaker's Apocalypse.