„Stjörnustríð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 35:
 
=== Þáttaraðir ===
Teiknimyndaþættir um ''Klónastríðin'' voru sýndir frá 2003 til 2005 og frá 2008 til 2020 voru þrívíddarteiknaðir þættir með sama heiti sýndir. Helstu persónur þáttanna eru Anakin Geimgengill, Obi-Wan Kenobi og Ahsoka Tano, lærlingur Anakins. Annar teiknimyndaþáttur ''Uppreisnarmenn'' var sýndur frá 2014 til 2018. Árið 2021 hóf þrívíddarteiknaða þáttaröðin ''[[The Bad Batch]]'' göngu sína.

Árið 2019 hóf ný streymisveita Disney, [[Disney+]], göngu sína með nýjum leiknum framhaldsþáttum, ''[[Mandalorinn]]'', með persónum úr Stjörnustríðsheiminum. Sögutími ''Mandalorans'' er 5 árum eftir ''Jedinn snýr aftur'' og 25 árum áður en ''Mátturinn vaknar'' gerist. Þættirnir vöktu mikla athygli og áttu þátt í að laða notendur að nýju streymisveitunni. Disney fylgdi þáttunum eftir með fleiri leiknum þáttaröðum eins og ''[[The Book of Boba Fett]]'' (2021), ''[[Obi-Wan Kenobi]]'' (2022) og ''[[Andor]]'' (2022).
 
=== Aðrar myndir ===