„Skriðuklaustur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Sjálfvirk uppfærsla rofinna hlekkja á Tímarit.is (ath: blaðsíða getur verið röng)
Steinninn (spjall | framlög)
Lína 4:
== Saga ==
[[Mynd:Skriðuklaustur07.jpg|300px|thumb|right|Fornleifauppgröftur á Skriðuklaustri. Gunnarshús í baksýn.]]
{{Aðalgrein|Skriðuklaustur (klaustur)}}
Hjónin Hallsteinn Þorsteinsson og Sesselja Þorsteinsdóttir á [[Víðivellir (Fljótsdal)|Víðivöllum]] gáfu klaustrinu jörðina Skriðu í [[Fljótsdalur|Fljótsdal]] árið 1500 en þá hafði það starfað þar um hríð. Fyrsti príorinn þar hét Narfi og var hann vígður árið [[1497]] en ári síðar var aðeins einn munkur í klaustrinu. Raunar er talið að munkarnir hafi aldrei orðið fleiri en sex talsins. Við [[siðaskiptin á Íslandi|siðaskiptin]] í Skálholtsbiskupsdæmi [[1542]] voru fjórir munkar í klaustrinu auk príorsins.
 
Konungur gaf út bréf um að haldinn skyldi lestrarskóli í klaustrinu en það bréf var síðan tekið aftur og árið [[1552]] runnu eignir klaustursins til Danakonungs en klaustrið átti þá um 40 jarðir víða um Austurland. Jarðeignirnar voru síðan leigðar umboðsmönnum sem oft sátu á Skriðuklaustri og höfðu gjarna sýsluvöld í [[Múlaþing]]i. Einn þeirra var [[Hans Wium]] sýslumaður, sem þekktastur hefur orðið fyrir tengsl sín við [[Sunnefumál]]. Sunnefa dó í varðhaldi á Skriðklaustri árið 1767.
 
Kirkja var á Skriðuklaustri frá [[1496]] og stóð klausturkirkjan fram á 18. öld en eftir það var byggð önnur og minni kirkja sem var svo lögð af árið [[1792]].
 
== Gunnar Gunnarsson ==